fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Fékk áfall þegar hún hringdi í kærastann á Nýársdag – „Ég varð orðlaus og ég skalf“

Fókus
Mánudaginn 10. janúar 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ally Newsham frá Manchester þurfti að verja áramótunum 2020 í sóttkví eftir að hún varð útsett fyrir COVID smiti. Þetta var töluvert áfall fyrir hana þar sem hún hlakkaði til að verja áramótunum með kærasta sínum til tveggja ára, Ross Thaker.

Þau voru eðlilega vonsvikin en ákváðu að vera dugleg að senda hvoru öðru skilaboð og hringja.

Kvöldið fyrir Gamlárskvöld hætti Ross þó að svara skilaboðum og gerði Ally þá ráð fyrir að hann hefði farið snemma að sofa. Morguninn eftir sendi hann henni myndskilaboð af morgunverði sínum, sem var þó borinn fram á borð sem Ally þekkti ekki.

„Ég varð ráðvillt og spurði hann hvar hann væri eiginlega. Hann sagði að hann væri heima hjá vini sínum. Mér fannst það undarlegt þar sem ég hafði ekki heyrt um þennan vin en ákvað að ég væri bara að vera með ofsóknarbrjálæði.“ 

Hins vegar náði hún ekki í Ross aftur það sem eftir lifði dags. Hún ákvað að klæða sig upp, drekka flösku af freyðivíni og fylgjast með flugeldunum frá heimili sínu þar sem hún varði sóttkvínni. Hún beið eftir að fá skilaboð frá Ross en þau komu aldrei.

„Síðan á miðnætti óskaði hann mér ekki einu sinni gleðilegs nýs árs. Ég varð svo sár út í hann að ég fór bara beint að sofa.“

Daginn eftir reyndi hún enn einu sinni að hringja í kærastann. Þá loks var svarað í símann. En það var samt ekki Ross heldur önnur kona.

„Konan sagði að ég yrði að hætta að hringja í Ross þar sem hann væri með henni. Ég varð orðlaus og ég skalf og sagði við hana að ég væri kærasta Ross til tveggja ára – en hún trúði mér ekki. Hún sagði að Ross hefði sagt sér að við hefðum hætt saman fyrir löngu.“ 

Svo skellti konan á hana. Ally brotnaði þá saman. „Ég bara trúði ekki að Ross hefði gert mér þetta. Mér fannst ég svo svikin.“

Rétt eftir þetta fékk hún skilaboð frá Ross þar sem hann lét eins og ekkert væri og sagðist elska hana.

„Þetta skrifar hann á meðan hann liggur uppi í rúmi með annarri konu.“

Þegar Ally var svo loks búin í sóttkví ók hún beint til kærastans til að taka hann á teppið. Þar viðurkenndi Ross framhjáhaldið og sagði að hann hefði hitt konuna á stefnumótasíðu rétt eftir að Ally fór í sóttkví. Hann hafði svo gist heima hjá þeirri konu í þrjá daga.“

„Ég var miður mín og sagði honum að ég vildi aldrei tala við hann aftur.“ 

Ross hafi þó ekki látið sér segjast og reyndi ítrekað að fá hana til að fyrirgefa sér.

„Í hvert einasta skipti sem hann birtist fyrir utan hjá mér, lét ég hann bara standa úti í kuldanum á meðan hann bankaði á dyrnar. Þó það hafi verið erfitt þá náði ég að jafna mig með tímanum,“ segir Ally.

Áramótin 2021 voru svo mun ánægjulegri. Ally var hvorki í einangrun né sóttkví heldur í faðmi nýja kærastans sem hún elskar og treystir til að hoppa ekki upp í næsta rúm um leið og hún er úr augsýn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar