fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Fókus

„Hahahahahaha“ – Vandlæting breyttist í hlátur eftir að Vigdís gerði gömlum skólabróður grikk

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. september 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dettur einhverjum í hug að það sé jákvæð auglýsing að líma límmiða á póstkassa hjá fólki?“ spyr Guðni Halldórsson með nokkrum þjósti. Áróðursmiði frá Miðflokknum hafði verið límdur á póstkassann hans. Er ljóst að honum þykir nokkuð langt gengið í auglýsingaherferðum stjórnmálaflokkanna ef póstkassar á einkaheimilum eru ekki lengur í friði fyrir áróðri.

Eiginkona Guðna, Kristjana Þórarinsdóttir, skipar 9. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkur suður fyrir alþingiskosningarnar næstkomandi laugardag.

Guðni greinir frá þessu í opinni færslu á Facebook-síðu sinni. Margir FB-vina hans bregðast við þessari uppákomu með vandlætingu í garð Miðflokksins. En þá stígur Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og kosningastjóri flokksins  í Reykjavík, og segir:

„Hahahahahaha – kæri skólabróðir frá fyrri tíð – þetta heppnaðist 100% hjá okkur í Miðflokknum þegar við vorum á ferð á Kjalarnesinu í gær – nú ertu að auglýsa okkur með því að setja þetta á facebook – ég sagði við hópinn – nú stríði ég Guðna á Skrauthólum – við vorum jú saman á Bifröst og smellti þessu á póstkassana – vissi ekki hvor tilheyrði þér  Vona að fólk sé ekki heillum horfið í þessari kosningabaráttu og að smá stríðni sé ekki leyfileg lengur – sviptu þessu af póstkössunum og málið dautt.“ Þú varst tekinn“  Óska þér og fjölskyldu þinni gæfu og gengis í framtíðinni Svo sjáumst við vonandi í framtíðinni á góðu Bifrastarkvöldi.“

Guðni gegnst auðmjúklega við því að hafa verið „tekinn“ og kann vel að meta grínið, senda segir hann: „Vel gert.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Inga Þóra um kjaftasögurnar á barnaland.is – „Ég fór úr því að vera venjuleg húsmóðir yfir í það að allir vissu hver ég var“

Inga Þóra um kjaftasögurnar á barnaland.is – „Ég fór úr því að vera venjuleg húsmóðir yfir í það að allir vissu hver ég var“
Fókus
Í gær

Atli Fannar færir út kvíarnar og byrjar nýtt viðskiptaævintýri

Atli Fannar færir út kvíarnar og byrjar nýtt viðskiptaævintýri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kraftaverkamaðurinn Guðmundur Felix farinn að geta hreyft fingurna – 15 mánuðum á undan áætlun – Sjáðu myndbandið

Kraftaverkamaðurinn Guðmundur Felix farinn að geta hreyft fingurna – 15 mánuðum á undan áætlun – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sykurmamma borgar mun yngri kærastanum 2,6 milljónir á mánuði -„Hann gerir hvað sem ég vil“

Sykurmamma borgar mun yngri kærastanum 2,6 milljónir á mánuði -„Hann gerir hvað sem ég vil“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Brynjars hótar föður sínum grimmilega – „Einhver myndi segja að þetta væri kúgun aldarinnar“

Sonur Brynjars hótar föður sínum grimmilega – „Einhver myndi segja að þetta væri kúgun aldarinnar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið: Villi Neto gerir grín að Squid Game leikurunum

Sjáðu myndbandið: Villi Neto gerir grín að Squid Game leikurunum