fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fókus

Orðið á götunni: Klofningur í Eigin konum – sögusagnir um ósætti milli Eddu Falak og Fjólu

Fókus
Sunnudaginn 12. september 2021 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti talsverða athygli þegar Fjóla Sigurðardóttir, annar þáttastjórnenda hlaðvarpsins Eigin konur, tilkynnti um helgina á Instagram-síðu sinni að hún hyggðist stíga til hliðar úr hlaðvarpinu. Sögur um erfitt samstarf og mögulegt ósætti milli hennar og Eddu Falak, sem hefur stýrt þættinum ásamt Fjólu, hafa nú komist á kreik.

Fókus hefur fengið nokkrar ábendingar um hið meinta ósætti og telja margir að sú staðreynd að Fjóla minnist ekki einu orði á Eddu í kveðjuyfirlýsingu sinni benda til þess að fótur sé fyrir þeim sögum.

Fylltu upp í tómarúm

Hlaðvarpsþátturinn Eigin konur hóf göngu sína þann 25. mars á þessu ári hafa komið út alls 24 þættir, sem eru öllum opnir, og tæplega tugur þátta sem greiða þarf sérstakt áskriftargjald fyrir. Segja má að hlaðvarpið hafi farið á flug eftir viðtal við Only-Fans stjörnurnar Ingólf Val og Ósk Tryggva sem opnaði augu almennings fyrir því að á Íslandi væri blómlegt samfélag fólks sem starfar við að framleiða klám á netinu.

Á svipuðum tíma hvarf hinn vinsæli hlaðvarpsþáttur Sölva Tryggva af sjónarsviðinu og fylltu þær Edda og Fjóla með hraði upp í það tómarúm sem skapaðist á hlaðvarpsmarkaðinum.

Hlaðvarpið varð í sumar hið vinsælasta á landinu og í sumarlok hófst sú nýbreytni að bjóða heitustu aðdáendunum upp á sérstaka þætti gegn greiðslu. Flest benti til þess að sú viðskiptahugmynd færi ágætlega af stað og því vekur brotthvarf Fjólu athygli.

Minnist ekki einu orði á Eddu.

Fjóla birti tilkynninguna um brotthvarf sitt á Instagram-reikningi sínum á laugardaginn. Þar kveður hún hlustendur hlaðvarpsins á hjartnæman hátt og þakkar þeim fyrir samfylgdina. Hefðu flestir búist við að hún myndi þakka Eddu fyrir samstarfið en Fjóla minnist ekki einu orði á samstarfskonu sína í yfirlýsingunni. Þar með urðu sögusagnir háværar.

Yfirlýsingin í heild sinni:

Með miklum trega tilkynni ég að það er komið að lokum hjá mér í Eigin Konum

Ég er þakklát tímanum sem þetta ævintýri hefur gefið mér, fékk að spjalla við svo margt frábært fólk sem hefur þurft að berjast í gegnum lífið á mismunandi hátt.

Ég er mest þakklát fyrir hlustendur og fólkið sem sendu mér skilaboð til að hrósa mér, deila sinni reynslu og sínum sögum. Ég er þakklát fyrir traustinu sem því fylgdi. Það voru þið sem létu mig aldrei missa trú á því sem ég var að gera 💗

Ég vil að við höldum áfram að trúa, á okkur sjálf og fólkið í kringum okkur
Ég mun aldrei hætta að trúa

Takk fyrir þessa tíma, þeir hefðu aldrei orðið að veruleika nema fyrir ykkur 

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by FJÓLA SIGURÐARDÓTTIR (@fjolasig)

Heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist

Það þykir svo renna enn frekari stoðum undir orðróminn að Edda hefur ekki brugðist við tíðindunum með neinum hætti öðrum en þeim að tilkynna um að ný þáttaröð af hlaðvarpinu sé að fara í loftið. Í færslu á Twitter kemur fram að baráttukonan Kolbrún Birna H. Bachmann muni stýra fyrsta þætti þáttaraðarinnar með henni en viðmælandi þeirra verður Þórhildur Gyða Arnardóttir, sem hefur staðið í miðju KSÍ-stormsins síðustu vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vinsælasta fólkið á Tinder gefur ráð – „Byrjaðu samtalið á góðum brandara“

Vinsælasta fólkið á Tinder gefur ráð – „Byrjaðu samtalið á góðum brandara“
Fókus
Í gær

Ragnhildur Steinunn gerði allt vitlaust er hún bjó til aðganginn – „Vinsælasta stúlkan þakkar góðar móttökur“

Ragnhildur Steinunn gerði allt vitlaust er hún bjó til aðganginn – „Vinsælasta stúlkan þakkar góðar móttökur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu stikluna fyrir þriðju þáttaröð af „You“

Sjáðu stikluna fyrir þriðju þáttaröð af „You“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Besta augnablik sjónvarpssögunnar“ vekur athygli á ný – Össur hvumsa þegar Kári hunsaði hann

„Besta augnablik sjónvarpssögunnar“ vekur athygli á ný – Össur hvumsa þegar Kári hunsaði hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hahahahahaha“ – Vandlæting breyttist í hlátur eftir að Vigdís gerði gömlum skólabróður grikk

„Hahahahahaha“ – Vandlæting breyttist í hlátur eftir að Vigdís gerði gömlum skólabróður grikk
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eldhús í Vesturbænum vekur athygli áhrifavalda: „Þetta er eins og skurðstofa“

Eldhús í Vesturbænum vekur athygli áhrifavalda: „Þetta er eins og skurðstofa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu oddvita flokkanna eins og þú hefur aldrei séð þá áður – Birna Ben og Kiddi Jak

Sjáðu oddvita flokkanna eins og þú hefur aldrei séð þá áður – Birna Ben og Kiddi Jak