Sænska hljómsveitin Abba snýr aftur eftir 39 ár og á morgun verður gefið út splunkunýtt lag með þessum vinsælu poppurum sem sigruðu heiminn í kjölfar þátttöku í Eurovision árið 1974.
Ekki nóg með það heldur ætla fjórmenningarnir sér að fara að stað með nýja sýningu sem mun kalla Abbaferðin (Abba Voyage) – þar sem tæknin verður nýtt til að varpa almyndum af meðlimum hljómsveitarinnar eins og þau litu út þegar þau voru á hápunkti frægðarinnar.
Heimildarmaður úr herbúðum hljómsveitarinnar segir að aðdáendur eigi von á góðu.
„ABBA eru loks að snúa aftur og ætla að gefa út nýja tónlist í fyrsta sinní 39 ár nú á föstudaginn. Þetta eru stórtíðindi.“
Abbaferðin mun innihalda heimildarmynd sem fjallar um endurkomu hljómsveitarinnar allt frá ferlinu við að semja tónlistina yfir í sviðsmyndina. Sýningar eiga að hefjast í maí og að sjálfsögðu verða þau Benny, Bjorn, Agnetha og Anni-Frid á frumsýningunni.
„Á sýningunni munu almyndir af meðlimum Abba koma fram og ræða við áhorfendur. Fyrir viðstadda verður þetta eins og að fara í ferðalag aftur í tímann,“ segir heimildarmaðurinn.
„Aðdáendur ættu að halda fast í hatta sína því þetta verður eitt tryllt ferðalag.“
Abba-liðar eru öll á áttræðisaldri en muni í samstarfi við hinn fræga þáttagerðarmann, Simon Fuller, nýta tæknina til að stíga aftur inn í sviðsljósið.
„Bjorn, Benny, Agnetha og Anni-Frid hafa beðið þessarar stundar svo lengi.“