fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Bubbi selur textaverk – „Við höldum að við séum rosalega frjálslynd en fasisminn, hann er á sveimi í kringum okkur“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 20:00

Bubbi Morthens - Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vefsíðunni Bubbi.is er nú hægt að kaupa textaverk frá okkar ástsælasta tónlistarmanni allra tíma, Bubba Morthens. Lögin sem hægt er að kaupa textabrot úr eru Strákarnir á borginni og Regnbogans stræti.

„Ástæðan fyrir því að ég gerði þetta er sú að það eru að berast fréttir til okkar úr heiminum um að umræðan um réttindi samkynhneigðra sé alltaf að verða þrengri og þrengri,“ segir Bubbi í samtali við blaðamann DV og nefnir Rússland, Ungverjaland og Pólland sem dæmi.

Mynd/Bubbi.is

„Þetta getur gerst á meðan við sofum, við vöknum og normið er orðið það að það megi ráðast á homma, það megi ráðast á regnbogafólk, það megi ráðast á rauðhærða og hitt og þetta. Það er kveikjan fyrir því að ég valdi Strákarnir á borginni og Regnbogans stræti fyrir þessi verk,“ segir Bubbi og bætir við að þetta sé auðvitað líka til að eiga fyrir salti í grautinn.

Bubbi seldi einnig textaverk um seinustu jól og ætlar sér að gera það aftur þessi jól. Þá ætlar hann að bjóða upp á texta úr lögum á borð við Afgan og Það er gott að elska.

Mynd/Bubbi.is

Textana fyrir Strákarnir á borginni og Regnbogans stræti á Bubbi enn handskrifaða. Fyrri textann skrifaði Bubbi fyrir 40 árum síðan.

„Ég á Strákarnir á borginni frá árinu 1981 og Regnbogans stræti skrifaði ég á Hótel Færeyjar á bréfsefni frá hótelinu. Gleðidagarnir eru að renna upp og ég hugsaði að þetta væri góð leið til að vekja athygli á því hvað það er stutt í fordóma. Því miður. Við höldum að við séum rosalega frjálslynd en fasisminn, hann er á sveimi í kringum okkur bara við landsteinana,“ segir Bubbi.

Hann segir söluna ganga vel en til eru 16 eintök af hverju verki. Öll verk eru númeruð, árituð og vottuð. Ramminn kemur frá Þýskalandi og eru verkin varin frá útfjólubláum geislum. Bubbi segir að fólk geti verið með verkin í sólinni í 100 ár án þess að neitt gerist við verkið.

Þeir sem vilja kaupa verk frá Bubba geta heimsótt Bubbi.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar