fbpx
Miðvikudagur 28.júlí 2021
Fókus

Þóttist vera feit til að sjá viðbrögð samfélagsins – „Það virðist sem það sé mér að kenna“

Fókus
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liz Jones, blaðamaður hjá Daily Mail og rithöfundur glímdi um árabil við óheilbrigð samskipti við mat og var á mörkum þess að greinast með átröskun. Þar sem mikil áhersla er í samfélaginu í dag á jákvæða líkamsmynd og útrýma fitusmánun ákvað hún að klæða sig í búning til að þykjast vera í mikilli yfirþyngd til að sjá hvernig henni yrði tekið úti í samfélaginu.

Búningurinn sem hún klæddist kallast „samkenndar-búningur“ og er eins konar samfestingur með bólstrun til að líkjast feitum líkama. Læknar eru stundum látnir klæðast slíkum búningum í Bretlandi til að tengja betur við sjúklinga sína í yfirþyngd.

Enginn vill mig 

Liz fékk stílista til að aðstoða sig við að komast í búninginn og átti erfitt með að venjast aukinni fyrirferð.

„Þegar ég hreyfi mig, óvön þessari auknu fyrirferð þá rek ég mig í stóla, tölvur og kaffibolla. Ég er klaufaleg. Enginn vill mig.“

Liz hafði nokkrar ástæður fyrir tilrauninni.

„Þetta er tilraun. Ég ætla mér að sjá hvort að hin svokallaða líkamsmyndar-bylting – áratuga löng barátta til að breyta því hvernig við horfum á stærri konur – hafi raunverulega breytt einhverju varðandi hvernig komið er fram við fólk í yfirþyngd.“

Hún gerði þetta einnig í rannsóknarskyni því hún er að skrifa bók þar sem aðalpersónan er í stærri stærð og vildi hún geta skrifað um það með raunhæfum hætti.

Þriðji tilgangurinn var til að horfast í augu við eigin fordóma, en Liz hefur lengi haft fordóma gagnvart feitum.

„Dagurinn með sem feit manneskja er gífurlegt áfall fyrir mig því ég hef helgað ævina viðleitninni að vera mjó. […] Réttilega eða ranglega, þá lít ég niður á fólk sem borðar í óhófi; enginn viljastyrkur, engar hömlur, þau hafa aldrei upplifað hungur á ævinni.“

Liz eyddi mörgum árum ævi sinnar með þyngd sína á heilanum og varð hún svo óheilbrigð að hún þurfti inngrip lækna til að byrja að borða aftur. Hún hætti að fá egglos og fór að fá mikinn hárvöxt hjá líkamanum líkt og gerist hjá þeim sem eru með alvarlega anorexíu.

Fólk ber enga virðingu fyrir mér

„Verandi á sjötugsaldri þá þekki ég það að vera ósýnilega sem eldri kona en nú er ég að komast að því að það er mun verri reynsla að vera í yfirþyngd. Fólk sér mig en ber greinilega enga virðingu fyrir mér. Það virðist sem það sé mér að kenna.

Fita hlýtur að vera fitandi þar sem enginn býðst til að hjálpa mér að opna hurðir, eða upp tröppur. Þegar ég sést niður til að fá mér eitthvað að borða á útisvæði sé ég að fólk er að hugsa – Hvers vegna er hún einu sinni að borða.

Ég er ógeðsleg, ég er byrgði á skattgreiðendum. Því ég hlýt að hafa kallað þetta yfir mig.“

Liz skellti sér í uppáhalds búðina sína þar sem venjulega er tekið vel á móti henni. Starfsfólkið þar var allt að vilja gert til að aðstoða hana en hún komst fljótlega að því að ekkert vöruúrval var í boði fyrir konu í sömu stærð og hún var í, verandi í búningnum.

Hún var orðin örmagna þegar hún settist niður á kaffihúsi.

„Ég sæki spegilinn minn til að skoða á mér andlitið, eitthvað sem mjóa-ég geri reglulega. En í dag hugsa ég „Hver er tilgangurinn? Hverjum er ekki sama hvernig ég lít út í framan? Ég velti því fyrir mér hvernig fólk í yfirþyngd fær það af sér að fara út úr húsi,“ segir Liz og bendir á að jafnvel snúningshliðin í lestarkerfum geri ráð fyrir manneskjum í meðalþyngd.

Að lokum sneri Liz aftur í vinnuna og fór úr búningnum.

„Dagurinn minn sem manneskja með offitu var uppfullur af skömm. Ég lærði að feitt fólk þarf að takast á við ótrúlega mikið á hverjum degi. Ég lærði að sem stór kona þá er ég neðst í samfélaginu. Ég kannski tek pláss en í augum annara er ég ekkert.“

Liz segir að þrátt fyrir umræðuna um jákvæða líkamsmynd og baráttuna gegn fitufordómum þá sé enn langt í land að feitir verði ekki fyrir fordómum.

„Svo næst þegar þú andvarpar í flugvélinni því að stærri manneskja situr í sætinu við hliðina á þér, mundu þá að það er mögulegt að það sé ekki þeirra val að vera stór. Það er líka möguleiki að þrátt fyrir byltingu jákvæðrar líkamsímyndar og ákallið um að elska línurnar sínar þá hati þessar manneskjur sig nægilega mikið fyrir ykkur bæði.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Slys við gosstöðvarnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rósa þarf að nota stóma eftir illvígt krabbamein – Hljóp 106 km í Hengill-Ultra utanvegahlaupinu

Rósa þarf að nota stóma eftir illvígt krabbamein – Hljóp 106 km í Hengill-Ultra utanvegahlaupinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var gjaldþrota en er nú búin að græða 169 milljónir

Var gjaldþrota en er nú búin að græða 169 milljónir