fbpx
Miðvikudagur 28.júlí 2021
Fókus

Lagið „Take the Ride“ er framsækið og kraftmikið – „Stórgerður instrumental funk-ópus“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Gunnar Waage, Rodrigo Mendoza og Sigurður Gíslason hafa sent frá sér lagið „Take the Ride,“ kraftmikið verk sem virðist einhvers konar blanda af jazz, funki og rokki.

Lagið er í myndbandi hér undir fréttinni. Trommuleikarinn Gunnar Waage á frumkvæðið að framtakinu og við gefum honum orðið:

„Ég hef verið að vinna áfram með concept sem ég hef fengist við í gegnum tíðina en að þessu sinni með beinskeyttari funk-rokk nálgun. Það þýðir meiri endurtekning og síbylja, trommuleikurinn hnitmiðaðri. En þarna er líka að finna kitsch, hugtak úr myndlist sem ég hef notað í mörg ár. Ýmislegt úr Afro-cuban, metal og synthesisma.

Ég samdi upphaflegu grindina að laginu á modular synthesizer en það mun ég gera meira af, síðan bætti ég hljómborðunum inn eftir að Siggi og Rodrigo komu inn. Þegar upp er staðið þá er lagið að mestu eftir okkur Sigga. En við ákváðum strax í byrjun að vinna allt okkar efni þannig að við séum allir þrír skrifaðir fyrir lagasmíðum.“

Það hentar Gunnari ekki að semja stutt lög en „Take the Ride“ er yfir átta mínútur:

„En ég hef aldrei getað samið músik sem fellur inn í 4 mínútna útvarps-format og þetta lag er engin undantekning, þetta er stórgerður instrumental funk-opus sem er 8.20 mínútur. Þetta er danstónlist í mínum huga, ekki kannski fyrir hvern sem er samt.“

Gunnar er afar ánægður með samstarfið og útkomuna:

„Ég er rosalega ánægður með þetta band, Sigurður Gíslason er stórkostlegur gítarleikari og Rodrigo Mendoza er virtuoso bassaleikari í Suður-Ameríku. Ég vann með honum þegar ég bjó í Mexíkó en þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ tækifæri til að vinna með Sigga. Ég held að fólk gæti haft gaman að þessari tónlist í bland við annað, þetta er það sem við höfum að leggja til tónlistarlífsins. Ég skora á fólk að dansa við þetta.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bubbi gerður hornreka og biðst afsökunar á færslunni – „Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum“

Bubbi gerður hornreka og biðst afsökunar á færslunni – „Nei andskotinn, og í dag af öllum dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu

Umdeildi kvennabósinn skellti sér í stutta Íslandsreisu – Skoðaði eldgosið og baðaði sig í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Saga rappsins um helgina

Saga rappsins um helgina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Druslugangan er á laugardag – Sjáðu myndir frá Pepp-kvöldinu

Druslugangan er á laugardag – Sjáðu myndir frá Pepp-kvöldinu
Fókus
Fyrir 1 viku

Ímyndar sér að makinn sé faðir sinn á meðan þau stunda kynlíf – „Ég hugsa um það ósmekklegasta sem mér dettur í hug“

Ímyndar sér að makinn sé faðir sinn á meðan þau stunda kynlíf – „Ég hugsa um það ósmekklegasta sem mér dettur í hug“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sigga Dögg fór á nektarklúbb þar sem fólk stundaði kynlíf – „Tott í einni gufunni, kelerí í pottinum, fróun í saununni og sleikur í sundlauginni“

Sigga Dögg fór á nektarklúbb þar sem fólk stundaði kynlíf – „Tott í einni gufunni, kelerí í pottinum, fróun í saununni og sleikur í sundlauginni“