fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fókus

22 ára og hefur farið í fjórar rassaaðgerðir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 10. júlí 2021 14:00

Saturn Rose. Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saturn Rose, frá Vancouver í Kanada, er aðeins 22 ára gömul en er að fara að gangast undir sína fjórðu fegrunaraðgerð á rassi, betur þekkt sem brazilian butt lift.

Hún hefur eytt yfir tólf milljónum í mismunandi fegrunaraðgerðir og var aðeins nítján ára þegar hún lagðist fyrst undir hnífinn.

Hún kemur fram í nýlegum þætti frá vefmiðlinum Truly.

Mynd/YouTube

Saturn segir að fyrsta aðgerðin hennar hefði misheppnast, rassinn hefði verið stærri en hún vildi. Þess vegna hefði hún farið í fleiri aðgerðir, til að laga það sem mistókst í þeirri fyrstu. Hún ætlar í fjórðu aðgerðina til að klára að laga það sem truflar hana.

Saturn er einnig með fylliefni í andlitinu og vörunum.

„Ég er búin að eyða mjög miklum peningum – ég gæti örugglega átt fasteign núna,“ segir hún og hlær.

Saturn er að fara að gangast undir fjórðu aðgerðina sína.

Saturn nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og því miður fylgir því oft á tíðum neikvæð athygli. Hún segist reglulega fá ljótar athugasemdir um útlit sitt. „Ég veit ekki af hverju þau hata mig svona, en þau geta ekki hatað það mikið fyrst þau eru að fylgja mér,“ segir hún.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Strippstjarna YouTube leggur hælana á hilluna – Þetta er ástæðan

Strippstjarna YouTube leggur hælana á hilluna – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið