fbpx
Fimmtudagur 24.júní 2021
Fókus

Sólborg gagnrýnd fyrir að fylgja Auð og Sölva Tryggva á Instagram – „Þið þurfið ekkert að vita um mín kynni við annað fólk“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan #MeToo bylgjan sem hefur verið í gangi undanfarið hófst hefur það verið mikið í umræðunni hvort fólk eigi að hætta að fylgja þeim sem ásakaðir eru um ofbeldi. Hefur þetta verið mikið hitamál meðal fólks á samfélagsmiðlum og eru ekki allir sammála um það hvort fólk eigi að halda áfram að fylgja meintum gerendum á samfélagsmiðlum eða ekki.

Sólborg Guðbrandsdóttir, söngkona, laganemi, fyrirlesari og aktívisti, hefur til að mynda verið harðlega gagnrýnd fyrir að fylgja einstaklingum sem hafa verið mikið í umræðunni undanfarið vegna ásakana um ofbeldi. Einstaklingarnir sem um ræðir eru til dæmis tónlistarmaðurinn Auður og fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason en báðir hafa þeir verið ásakaðir um ofbeldi á samfélagsmiðlum í nýju #Metoo bylgjunni.

„Þið þurfið ekkert að vita um mín kynni við annað fólk“

Nokkrir netverjar hafa gagnrýnd Sólborgu harðlega fyrir að fylgja þessum mönnum og fleirum opinberum einstaklingum sem sakaðir hafa verið um ofbeldi. „Hey Sólborg af hverju ertu að followa þekkta gerendur á Instagram?“ spyr til að mynda einn netverji. „Af hverju þarft þú svar við því?“ spyr Sólborg þá á móti.

Annar netverji spyr Sólborgu hvers vegna hún fylgir meintum gerendum á samfélagsmiðlinum. „Af hverju ert þú að grandskoða það hverjum ég fylgi á samfélagsmiðlum?“ segir Sólborg við því. „Af hverju svararu ekki með ástæðunni ef þér finnst það réttlætanlegt? Í staðinn fyrir bara „kemur þér ekki við“,“ segir netverjinn þá til baka.

„Ég skulda ykkur enga útskýringu. Þið þurfið ekkert að vita um mín kynni við annað fólk,“ segir Sólborg þá. „Þú ert að taka þátt í umræðunni. Þú ert að taka þátt og ert að vera hávær. Þú getur svo ekki valið um hvað þú ert tilbúin í að tala um og brugðist illa við þegar að það er questionað hluti sem að þú ert að gera,“ segir netverjinn að lokum.

„Þú ert með highlights i story á instagrammi með 31 þúsund followers sem þú skírðir „þögnin rofin“ og ert að styðja fólk sem er að senda persónulega á þig um kynferðislegt áreitni og ert að styðja þau, en ert svo að followa alla helstu þekkta gerendur íslands? Make it make sense,“ segir síðan annar netverji en ljóst er að þarna er talað um Sólborgu og Instagram-síðu hennar, Fávitar, en síðan hefur hlotið mikið lof fyrir kynfræðslu og vitundarvakningu um ofbeldi í samfélaginu hér á landi.

Uppfært: 11:22

Sólborg hefur nú tjáð sig aftur um málið á Twitter-síðu sinni. Hún segir að það sé hlægilegt að verið sé að rífa hana niður eftir að hún hefur eytt nánast hverjum degi undanfarin ár í að tala um málefnið. Þá veltir hún því fyrir sér hvers vegna verið sé að ætlast til þess að fólk hætti að fylgja gerendum á samfélagsmiðlum.

„Höfum það svo algjörlega á hreinu. Ég þekki bæði þolendur og gerendur. Ég er búin að verja mörgum, mörgum klukkustundum í að tala við gerendur um hegðun sína í fortíðinni seinustu vikur. Það er ekki vegna þess að mér þykir það gaman heldur tek ég það á chestið. En þið?“ segir Sólborg til að mynda í einni færslunni sem hún birtir vegna málsins en hér fyrir neðan má sjá færslurnar.

DV reyndi að ná í Sólborgu við vinnslu fréttarinnar en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Billie Eilish biðst afsökunar á umdeildu myndbandi

Billie Eilish biðst afsökunar á umdeildu myndbandi
Fókus
Í gær

Tvítug samfélagsmiðlastjarna kaupir hús á 530 milljónir – Sjáðu myndirnar

Tvítug samfélagsmiðlastjarna kaupir hús á 530 milljónir – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið

Fyrrverandi meðlimur Quarashi og annálaður fagurkeri selja slotið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix