fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Eignaðist 20 börn á 10 mánaða tímabili

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 6. júní 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristina Ozturk býr í borginni Batumi í Georgíu ásamt sex ára dóttur sinni, eiginmanni sínum og 20 börnum þeirra. Börnin eru á aldrinum fjögurra til fjórtán mánaða og fæddust því 20 börn þeirra á aðeins 10 mánuðum. The Sun greinir frá.

Kristina, eiginmaður hennar og börnin öll

Þau fóru að þessu með hjálp staðgöngumæðra en þau borguðu hverri og einni átta þúsund evrur eða 1,2 milljónir íslenskra króna. Kostnaðurinn við að eiga 21 barn er ansi hár og eru þau alls með 16 fóstrur hjá sér í fullu starfi. Kristina segir að fjölskyldan noti 20 stóra bleyjupakka í hverri viku.

Fjölskyldan býr í þriggja hæða stórhýsi og sofa börnin tvö til þrjú saman í herbergi. Það eru því tæplega 10 barnaherbergi í húsinu. Kristina hefur ekki útilokað það að eignast fleiri börn og hefur áður sagt að hún vilji eignast 100 börn. Ekki kemur fram hvað eiginmanni hennar finnst um þá hugmynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð