fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Vísa alfarið á bug vinslitum í kjölfar þess að tískusamstarfi lauk – „Ofboðslega þakklát“

Fókus
Mánudaginn 21. júní 2021 15:15

Camilla Rut og Bára vísa því alfarið á bug að kastast hafi í kekki milli þeirra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Camilla Rut er farin í loftið með glænýja fatalínu, Camy Collections, sem samkvæmt áætlunum frumsýna haust- og vetrarlínu síðar á árinu.

Um nokkur tíðindi var að ræða í samfélagi áhrifavalda enda er Camilla Rut einn vinsælasti áhrifavaldur landsins en tæplega 10% landsmanna fylgjast með henni á Instgram.

Í byrjun árs fór Camilla Rut fór í loftið með fatalínu í samstarfi við Báru Atladóttur, sem á og rekur Brá verslun. Fatalínan sem nefndist Brá X Camilla Rut var til sölu í áðurnefndri verslun, sem staðsett er í Mörkinni, og svo á vefverslun með sama nafni.

Í tilkynningu um samstarfið á Instagram-síðu sinni á sínum tíma var Camilla Rut meyr:

„Takk fyrir stórkostlegar viðtökur – það er alveg ómetanlegt að bæði fá að hitta ykkur, aðstoða ykkur í mátunarklefanum & að pakka pöntununum ykkar fyrir póstinn“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by CAMY (@camillarut)

Um leið og Camilla Rut tilkynnti um nýju fatalínuna sína á dögunum, Camy Collections þá tóku eftirtektasamir fylgjendur áhrifavaldsins  að búið var að taka Brá X Camilla Rut-vörulínuna úr sölu á vefverslun Brá. Það eitt og sér vakti talsverða athygli en fylgjendum varð ekki um sel þegar í ljós kom að Camilla Rut virtist hafa  „unfollowað“ Báru Atladóttur og Brá-verslun á Instagram og virtist það vera gagnkvæmt, samkvæmt allnokkrum ábendingum sem bárust DV/Fókus. Þá virtist vinskap þeirra á Facebook-einnig lokið.

Í stuttu samtali við DV/Fókus vísaði Bára því alfarið á bug að kastast hefði í kekki milli hennar og Camillu. Samstarfið hafi eingöngu verið tímabundið og að alltaf hafi legið fyrir að því myndi ljúka. Það hafi gengið vel enda vörurnar meira og minna uppseldar. Þá kannaðist hún ekki við að slitnað hafi upp úr vinskap þeirra í hinum stafræna heimi samfélagsmiðla.

Sömu sögu var að segja um Camillu Rut þegar DV/Fókus heyrði í henni – samstarfinu hafi lokið í mestu vinsemd. „Það hefur verið langþráður draumur minn að fara út í þennan bransa enda saumaði ég á mig fyrsta kjólinn þegar ég var unglingur. Viðtökurnar við samstarfi okkar Brá voru frábærar og ég er henni ofboðslega þakklát,“ segir Camilla Rut. Hún segir að það hafi alltaf legið fyrir að samstarfið væri tímabundið og að hún hyggðist reyna fyrir sér sjálf.

Áður en fréttin fór í loftið gerðust þau ánægjulegu tíðindi að samstarfskonurnar náðu aftur saman á Facebook og  þar með er frekari misskilningur fjölmiðla og fylgjenda útilokaður.

Bára varð aftur vinur Camillu á Facebook í kjölfar samskipta við DV/Fókus (Skjáskot af vinalista Camillu Rutar)

 

Camilla Rut hefur áður verið milli tannanna á fjölmiðlum fyrir meint vinslit við aðra áhrifavalda. Þannig fjallaði vefmiðillinn Hringbraut ítarlega um hvernig samband hennar við samfélagsmiðlastjörnuna Sólrúnu Diego virtist hafa molnað niður.

Sá fréttaflutningur fór þó fyrir brjóstið á Camillu Rut sem steig fram í viðtali við Vísi og sagði umræðuna komna út fyrir öll velsæmismörk.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“