fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Nýtt lag Ólafs F. Magnússonar er innblásið af eldgosinu í Geldingadal

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. júní 2021 18:16

Ólafur F. Magnússon - Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, læknir, fyrrverandi borgarstjóri og laga- og ljóðasmiður, hefur sent frá sér nýtt lag og myndband. Lagið ber heitið Fósturmold. Ólafur skilgreinir það sem ættjarðarlag: „Ljóð og lag kom upphaflega til mín 18. maí 2017 en það sótti fast á mig þegar eldgosið hófst í Geldingadölum 18. mars síðastliðinn og úr hefur orðið dýrt kveðinn og kraftmikill ættjarðaróður,“ segir Ólafur.

„Í þetta sinn syng ég lagið sjálfur enda þótt það sé krefjandi í flutningi en ég á góða að þar sem eru söngkennari minn Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og eins og svo oft áður þá útsetur Vilhjálmur Guðjónsson lagið og leikur á öll hljóðfæri. Laginu fylgir frábærlega vel gert myndband Friðriks Grétarssonar, sem hefur verið iðinn við að mynda eldgosið á öllum stigum þess,“ segir Ólafur enn fremur.

Hér að neðan birtist texti lagsins og þar fyrir myndband með flutningi þess.

 

Kynslóðirnar koma og fara,

kynslóðirnar hverfa á braut.

Ef ei þær hafa á sér vara,

öðrum munu valda þraut.

 

Við bláma himins, heitan funa,

hlýjast viltu elska land.

Er sérð þú fæðast berg í bruna

og berast yfir hraun og sand.

 

Ljúfust ást á landi og þjóð

leggur rækt við sögu og fold.

Alla vora ævislóð,

æ skal gæta að fósturmold.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu