fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fókus

Gunnhildur Fríða fer hörðum orðum um Samherja: „Samherji er spillt fyrirtæki“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 31. maí 2021 15:00

Samsett mynd: Skjáskot/YouTube - Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er nýjasti gestur Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Hún hefur verið áberandi upp á síðkastið vegna baráttu sinnar um að fá nýja stjórnarskrá.

Gunnhildur Fríða er nítján ára baráttukona fyrir loftslagsmálum og mun setjast á skólabekk í Harvard háskóla í haust. Hún ætlar einnig að gefa kost á sér í varaþingmannsembætti í næstu Alþingiskosningum fyrir Pírata. Hún býður sig fram í Reykjavíkurkjördæmi.

Í nýjasta þætti Eigin Kvenna ræðir Gunnhildur Fríða um Samherjamálið. Sú umræða byrjar á mínútu 21:30.

Gunnhildur Fríða nefnir meðal annars að Samherji kærði Helga Seljan fjölmiðlamann og spyrja Edda og Fjóla um ástæðuna fyrir því.

„Samherji var rosalega ósátt út í RÚV fyrir hvernig þau fjölluðu um málið. Og ef maður notar einhver lýsingarorð í garð Samherja, eins og ég ætla að gera núna: Samherji er spillt fyrirtæki. Eða er ekki gott fyrirtæki. Þá ætla þeir að lögsækja þig eða eitthvað,“ segir Gunnhildur Fríða.

„En já það er það sem Samherji var að gera fyrir umfjöllun sem þeim fannst vera of mikil en það var bara verið að segja sannleikann.“

Segir þetta hagsmunaárekstur

Gunnhildur Fríða, Edda og Fjóla ræða um meintan vinskap Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja.

Gunnhildur segir að þeir séu bestu vinir. „Hann er sjávarútvegsráðherra sá sem á að setja lög og reglur um Samherja, það er ekki í lagi. Þetta er dæmi um að hagsmunaskráning væri góð […] En þeim finnst þetta vera eðlilegasti hlutur í heimi,“ segir hún.

„Þessi menning með að passa upp á sína vini og sína fjölskyldu ef þú ert valdamikill vinur, það er svo mikið íslenskt samfélag og mér líkar ekki við það. Svona hentisemi og spilling og þessum gildum þarf að breyta,“ segir Gunnhildur og bætir við að það sé hægt að breyta þessu með nýrri stjórnarskrá.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Scott Disick er að „missa vitið“ yfir trúlofun Kourtney Kardashian

Scott Disick er að „missa vitið“ yfir trúlofun Kourtney Kardashian
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbókin sem bjargaði syni Katrínar breiðist út – „Þetta er kraftaverk“

Dagbókin sem bjargaði syni Katrínar breiðist út – „Þetta er kraftaverk“