fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Skildi eftir áhrifamikið bréf fyrir ömurlega yfirmanninn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. maí 2021 13:34

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirmenn eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir eiga í frábæru sambandi við yfirmenn sína á meðan aðrir eru ekki svo heppnir. En við þurfum flest að vinna til að lifa og því miður getur leiðinlegur yfirmaður verið hvimleiður fylgikvilli þess.

Mörgum dreymir um að láta yfirmann sinn heyra það og lét ein kona verða að því eftir að hún sagði upp. Hún skrifaði yfirmanninum bréf.

Dóttir konunnar, sem kýs að koma fram nafnlaus, birti mynd af bréfinu á samfélagsmiðlum. Færslan hefur vakið gríðarlega athygli og fjallar Mirror um málið.

Enginn betri en þriftæknir

Konan vann sem þriftæknir fyrir mismunandi banka í 35 ár. Henni kom illa saman við stjórnanda hjá einu útibúi HSBC, banka í Bretlandi.

Konan var að fara á eftirlaun og ákvað að nýta síðasta daginn til að láta yfirmanninn heyra það. Hún skildi eftir bréf fyrir hann sem má sjá hér að neðan.

Hún segir að hegðun yfirmannsins hafi verið agressíf og illgjörn og hvetur hann til að vera vingjarnlegan hér eftir. „Því enginn ykkar er betri en þriftæknir,“ segir hún.

Eins og fyrr segir hefur mynd af bréfinu farið á flug um netheima. Dóttir konunnar skrifar með: „Og þess vegna elska ég mömmu mína. Hún hefur verið að þrífa banka í 35 ár og skildi eftir þetta bréf fyrir ömurlega yfirmann sinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar