fbpx
Sunnudagur 13.júní 2021
Fókus

Var að tala við fylgjendur í beinni þegar ókunnugur maður nálgaðist hana

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 12. maí 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona, sem kallar sig @maassassin_ á TikTok, var að streyma í beinni á miðlinum þegar ókunnugur maður nálgaðist hana. Hún deildi myndbandinu af samskiptunum á TikTok og hefur það vakið mikinn óhug meðal netverja. Myndbandið hefur fengið yfir tólf milljónir í áhorf og sögðust margar konur tengja við upplifun hennar.

Konan er átján ára námsmaður og var að læra í húsagarði hótels þegar eldri maður nálgaðist hana.

Maðurinn byrjaði á því að spyrja hvort stóllinn við hliðina á henni væri laus, hún hélt að hann vildi taka stólinn og svaraði játandi. En þá settist maðurinn niður. Konunni leið bersýnilega mjög óþægilega en hann hélt áfram að sitja hjá henni og tala við hana. Hann spurði hana um nafn og hún gaf honum rangt nafn og afþakkaði þegar hann vildi taka í hönd hennar.

Horfðu á samskiptin hér að neðan.

@maassassin_Scariest night of my life so far. ##fyp ##kidnapping ##stranger ##creepy ##april24 ##scary ##staysafe ##foryou ##man ##help♬ original sound – That’s Mrs, Whitethorn to you

Konan deilir öðru myndbandi sem sýnir framhald af samskiptum þeirra. Á þessum tímapunkti var hjarta hennar farið að slá mjög ört og hún var orðin mjög hrædd.

Maðurinn stendur loksins upp og er að fara, á sama tíma tekur vinur hennar eftir manninum og lætur vita af sér.

Horfðu á það myndband hér að neðan.

@maassassin_I never expected this to happen to me in the middle of a hotel courtyard. ##help ##man ##foryou ##staysafe ##scary ##april24 ##creepy ##stranger ##kidnapping♬ original sound – That’s Mrs, Whitethorn to you

Konan uppfærir stöðuna í fleiri myndböndum á TikTok og segist hafa talað við hótelstarfsmann og seinna fært sig um hótel.

Myndböndin hafa vakið mikla athygli. Hlaðvarpsstjórnandinn Chris Evans vakti athygli á þeim og sagðist hrylla við tilhugsunina að fullorðinn maður skyldi reyna við unglingsstúlku á meðan hún væri í beinni á samfélagsmiðlum.

Konan segir að maðurinn hafi verið töluvert eldri en hún, hann virtist hafa verið á fertugsaldri. Í öðrum orðum, nógu gamall til að vita betur en að reyna við einhvern sem vildi augljóslega vera látinn í friði.

Því miður er þetta ekki einstakt tilfelli og sögðust margar konur hafa svipaða sögu að segja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona komst hún að framhjáhaldi eiginmannsins – „Þessi gella kom til dyra og ég var alveg: „Hvað í andskotanum?““

Svona komst hún að framhjáhaldi eiginmannsins – „Þessi gella kom til dyra og ég var alveg: „Hvað í andskotanum?““
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sýnir hvernig það er að búa á Suðurpólnum

Sýnir hvernig það er að búa á Suðurpólnum