fbpx
Laugardagur 12.júní 2021
Fókus

Klæddist hvítu í brúðkaupið og daðraði við brúðgumann – Sannleikurinn kom í ljós 2 árum seinna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 11. maí 2021 12:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona segir frá því að kvenkyns gestur hafi klæðst hvítu í brúðkaupi systur hennar. Tveimur árum síðar komst systir hennar að sannleikanum um hvítklædda gestinn. Konan greinir frá þessu í grein á Kidspot.

Konan segir að gesturinn hafi klæðst hvítum silkikjól og verið svo djarfur að setjast við brúðarborðið, í sæti brúðarinnar, og daðrað við brúðgumann.

Konan, systir brúðarinnar, var brúðarmær og tók eftir þessari „óviðeigandi“ hegðun þegar brúðurin var að ganga um salinn og heilsa gestum á meðan brúðguminn sat enn í sæti sínu að tala við hvítklædda gestinn.

Systirin ákvað að láta í sér heyra og sagði við konuna: „Þetta er sæti systur minnar.“

Hún segir að það hafi komið sér á óvart að konan hefði varla deplað auga við þetta. Á þessum tímapunkti tók hún eftir klæðnaði konunnar, hvíta silkikjólnum. „Ég veit ekki hver þú ert en þú ættir ekki að klæðast hvítu í brúðkaup og sitja í sæti brúðarinnar þegar þetta er ekki þitt brúðkaup,“ sagði hún þá.

Aðrir gestir tóku eftir ágreiningnum og sögðu systurinni að slaka á. En hún segir að hún hafi vitað að eitthvað væri ekki í lagi. Hún komst að því að konan væri samstarfsfélagi brúðgumans og að þetta væri í fyrsta skipti sem konan hitti brúðina.

Tvö ár líða

Atvikið var ekki aftur rætt, fyrr en tveimur árum seinna. Brúðurin komst að því að eiginmaður hennar var að halda framhjá með samstarfskonu sinni, konunni sem mætti í brúðkaupið.

Þegar systirin komst að þessu varð hún brjáluð, hringdi í konuna og lét hana heyra það.

Systirin viðurkennir að hún sé með samviskubit að hafa ekki gert meira mál úr atvikinu í brúðkaupinu. „Þið ættuð alltaf að treysta innsæinu,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sex milljón króna hundur Ólafs Ragnars og Dorritar kann ekki að synda – leita ráða á Instagram

Sex milljón króna hundur Ólafs Ragnars og Dorritar kann ekki að synda – leita ráða á Instagram
Fókus
Í gær

Arna Vilhjálms hamingjusamari og öruggari en nokkurn tíma áður – „Ég er stærri, ég er feitari og ég er að margra mati búin að „eyðileggja allt““

Arna Vilhjálms hamingjusamari og öruggari en nokkurn tíma áður – „Ég er stærri, ég er feitari og ég er að margra mati búin að „eyðileggja allt““
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona verður starfsfólk PLAY klætt – Fatalínan afhjúpuð – Sjáðu myndirnar

Svona verður starfsfólk PLAY klætt – Fatalínan afhjúpuð – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðskiptavinirnir voru dónalegir – Svona hefndi hún sín

Viðskiptavinirnir voru dónalegir – Svona hefndi hún sín