fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
Fókus

Hún bjóst ekki við þessu þegar hún fór á klósettið – „Ég er æpandi, ég er að fríka út í algjöru áfalli“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 17:17

Myndin er samsett/NBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melissa Surgecoff frá Boston fékk heldur betur áfall þegar hún fór á klósettið þann 8. mars á heimili sínu og fæddi þar barn. Hún hafði nefnilega ekki minnstu hugmynd um að hún væri ólétt. Hún deildi krúttlegri furðusögu sinni með Today.

„Ég leit ofan í klósettið en vissi samt ekki hvað ég var að horfa á. Ég hélt ég hefði misst líffæri því ég hafði ekki hugmynd,“ sagði Melissa.

Hún fékk gífurlega verki þann 8. mars og taldi sig vera með nýrnasteina. Það eina sem virtist gera verkina bærilegri var að sitja á klósettinu. Síðan fann hún skyndilega hvernig eitthvað skaust úr henni.

Unnusti hennar, Dannie Campell, kom inn til að kanna hvað væri í gangi þar sem Melissa hafði öskrað. Þá gerðu þau sér grein fyrir að hún hafði þarna fætt lítinn heilbrigðan dreng sem lá nú ofan í salernisskálinni.  „Ég er öskrandi, ég er að fríka út í algjöru áfalli. Ég skildi ekki hvað var í gangi og Dannie fór með hendurnar ofan í salernið og bjargaði barninu þaðan.“

Donnie segir að fyrst hafi hann haldið að barnið væri „risastór lortur“ en var fljótur þó að átta sig á svo væri ekki, „þetta var hreinlega alltof stórt.“ Dannie tók þá til við að þrífa nýfæddan son sinn með aðferðum sem hann hafði séð í sjónvarpsþáttum og þremur sekúndum síðar byrjaði drengurinn, sem hefur fengið nafnið Liam, að anda.

„Ég fylgdist með bringunni hans og hann hélt áfram að anda sálfur og þá breyttist andrúmsloftið og við fögnuðum. Ég stóð upp og hélt honum þétt við hjartastað til að halda á honum hita,“ sagði Dannie.

Þau höfðu áður hringt á sjúkrabíl þar sem þau töldu Melissu í slæmu nýrnasteinakasti. Sjúkraflutningamennirnir urðu þó aldeilis hlessa þegar þeir mættu á svæðið og hittu þar fyrir hvítvoðung í stað nýrnasteina.

Melissa hafði lengi verið með óreglulegar blæðingar og taldi að aukakílóin sem hún hafði hlaðið utan á sig væru vegna hreyfingarleysisins í COVID faraldrinum.

„Núna þegar ég lít til baka sé ég alveg einkennin. Ég var með bjúg á fótunum, öxlunum og öllum efri líkamanum svo ég hélt þetta væru bara aukakíló,“ sagði Melissa.

Þau voru þó verulega lukkuleg við þessa viðbót við fjölskylduna, þó hún hafi verið nokkuð óvænt.  „Venjulega hafa mæður níu mánuði til að gera áætlanir, til að spara, fá gjafir og kaupa hluti,“ sagði Melissa. Fjölskyldan hennar var þó fljótt að hlaupa til að redda því sem vantaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Friends-leikari birti „bak við tjöldin“ mynd og eyddi fljótlega – Hvað máttum við ekki sjá?

Friends-leikari birti „bak við tjöldin“ mynd og eyddi fljótlega – Hvað máttum við ekki sjá?
Fókus
Í gær

Sóley greindist með krabbamein 27 ára og ákvað að taka málin í eigin hendur – „Ég ákvað að þetta yrði minn dagur“

Sóley greindist með krabbamein 27 ára og ákvað að taka málin í eigin hendur – „Ég ákvað að þetta yrði minn dagur“
Fyrir 3 dögum

Ég kem mér ekki í að biðja um skilnað – Kvíði því að fara heim eftir vinnu

Ég kem mér ekki í að biðja um skilnað – Kvíði því að fara heim eftir vinnu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur Sverris um frjósemismál og hvaða upplýsingar hún vill að allar konur hafi

Hildur Sverris um frjósemismál og hvaða upplýsingar hún vill að allar konur hafi
Fókus
Fyrir 4 dögum

31 árs og hefur ekki áhuga á konum nema þær séu eldri en 60 ára – „Ég elska lyktina“

31 árs og hefur ekki áhuga á konum nema þær séu eldri en 60 ára – „Ég elska lyktina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn segir ættleiðinguna vera besta ákvörðun lífs síns – Sá dóttur sína og hugsaði „Þarna er hún komin“

Þórunn segir ættleiðinguna vera besta ákvörðun lífs síns – Sá dóttur sína og hugsaði „Þarna er hún komin“