fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Sigrún Ósk notar sniðugt app með umbunarkerfi fyrir synina í samkomubanni

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 13:48

Sigrún Ósk og appið góða. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkomubann og skólalokanir geta reynt mikið á fjölskyldulífið. Tæknin getur komið að góðum notum til að gera þennan tíma bærilegri fyrir alla.

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, segir að sér litist heldur illa á að aftur sé komið samkomubann sem miðast við að hámarki 10 manns, og tilheyrandi skólalokanir. Sem betur fer byrja skólarnir þó aftur eftir páskafríið.

„Hvað á maður að ganga langt í hreinskilninni? Mér líst bara afleitlega á þetta.“

Hún á tvo drengi á grunnskólaaldri og gengur með þriðja barn sitt og eiginmannsins, Jóns Þórs Haukssonar.

Reynslunni ríkari

„Það er þó eins og maður sé aðeins orðinn vondu vanur og er reynslunni ríkari eftir síðustu skipti. Nú veit ég til dæmis að það er öllum fyrir bestu að halda í einhverja rútínu. Mæli til að mynda alls ekki með því að slaka á háttatímanum. Það fer fljótt úr böndunum.“

Sigrún deildi nýverið á Facebook að í síðasta samkomubanni hafi fjölskyldan sótt app sem hafi gagnast vel við að halda rútínu.

„Við náðum okkur í app sem heitir iRewardChart og er svona umbunarkerfi sem ég get alveg mælt með. Þar getur maður sett inn verkefni vikunnar og gefið stig eða stjörnur fyrir þau verkefni sem þeir ná að klára þann daginn. Svo safna þeir sér fyrir fyrir fram ákveðnum verðlaunum. Dæmi um verkefni eru heimalestur, annar heimalærdómur, að fara út að leika, vera kurteis, hjálpa til við húsverk og svo framvegis. Verðlaunin þurfa ekki endilega að vera merkileg. Geta verið til dæmis ísrúntur eða að fá að ráða hvað er í matinn á sunnudegi.“

Hún segir strákana nokkuð spennta fyrir heimaskólanum en er nokkuð viss um að mesti glansinn fari fljótt af því.

Foreldrar verða kennarar

„En þetta gæti svo sem hitt verr á núna. Páskafríið fram undan, súkkulaði, góður matur og fyrir vikið fara ekki allir dagar í að reyna að fela sig undir sæng til að koma einhverju í verk í vinnunni. Mér finnst það erfiðast. Að vera kennari, íþróttaþjálfari og dagskrárgerðarkona í átta tíma á dag.“

Henni finnst það erfiðasta við að skólarnir séu lokaðir vera skortur á félagsskap jafnaldra fyrir börnin og þar með einnig fyrir foreldrana. Spurð hvort hún lumi á einhverjum leynitrixum fyrir foreldra til að koma í veg fyrir bugun mælir hún bara með því að reyna að vera mátulega afslappaður gagnvart ástandinu og muna að þetta hlýtur allt að taka enda. „Ég sleppi öllu samviskubiti yfir súkkulaðiáti, horfi á léttara sjónvarpsefni en venjulega og hringi mjög reglulega í fólk sem kemur mér til að hlæja.“

Umfjöllunin birtist fyrst í páskablaði DV sem kom út 1. apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar