fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Píla kynnt í Reykjanesbæ í dag – Sísí segir tilvalið að taka fjölskylduna með

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 14:48

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af vinsælustu íþróttum landsins þessa dagana er án efa pílukast. Mikil aðsókn hefur verið í hin fjölmörgu pílufélög sem starfa vítt og breitt um landið. Fyrir þau sem vilja kynna sér íþróttina og allt er við henni kemur geta heimsótt Pílufélag Reykjanesbæjar í dag og kvöld.

Í tilefni sumardagsins fyrsta þá mun Pílufélag Reykjanesbæjar opna dyrnar að frábærri aðstöðu félagsins á Ásbrú og er því öllum bæjarbúum á Suðurnesjum boðið í heimsókn í dag frá 14:00 til 17:00. Í kvöld mun svo fara fram létt pílumót sem sniðið er að nýliðum en öllum er frjálst að taka þátt, hvort sem þau eru skráð í félagið eða ekki. Nánari upplýsingar um dagskrá kvöldsins má finna hér aðeins neðar.

Það verður því sannkölluð fjölskyldustemning hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar í dag en gestum og gangandi verður boðið upp á léttar veitingar og öllum leyft að kasta pílum og kynna sér jafnframt starfsemi félagsins sem á sögu sína að rekja til ársins 1999. Aðstaða félagsins er að Keilisbraut 755 en fyrir þau sem eiga erfitt með að rata þá er húsið beint á móti veitingastaðnum Langbest.

Sísí Ingólfsdóttir, formaður félagsins, segir í samtali við DV.is að píla sé fyrir allan aldur og því tilvalið að taka alla fjölskylduna með.

Í kvöld mun svo fara fram skemmtilegt pílumót, ef næg þátttaka næst, og mun aðstaða Pílufélags Reykjanesbæjar opna klukkan 19:00 og þá aðeins fyrir 18 ára og eldri. Þú þarft ekki að vera félagsmaður í Pílufélagi Reykjanesbæjar til að taka þátt, mótið er opið öllum og það kostar ekki krónu að taka þátt.

Þau sem ekki eiga pílur þurfa ekki að hafa áhyggjur, hægt er að fá þær lánaðar á meðan mótið fer fram. Þá mun félagið sýna frá beinni útsendingu úrvalsdeildarinnar í pílu sem fer fram í Bretlandi. Þar eigast við tíu bestu píluspilarar í heimi.

Húsið opið frá 14:00 til 17:00 fyrir alla fjölskylduna.
Í kvöld opnar húsið 19:00, fyrir átján ára og eldri.
Skemmtilegt nýliðamót sem er opið öllum, endurgjaldslaust.
Pílufélag Reykjanesbæjar er á Keilisbraut 755 eða beint á móti Langbest á Ásbrú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta