fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fókus

Grátbað hana um að gangast ekki undir fleiri fegrunaraðgerðir – Brjálaður þegar hún kom heim

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. mars 2021 12:32

Danielle Lloyd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Danielle Lloyd segir að eiginmaður hennar hafi verið „brjálaður“ þegar hún gekkst undir fegrunaraðgerð á bak við hann.

Danielle er fyrrverandi glamúrfyrirsæta og núverandi raunveruleikastjarna. Hún fór í „fox-eye“ augnaðgerð og lét einnig lyfta kjálkalínunni. Hún segist hafa heyrt um að Kardashian systurnar hafi gengist undir sömu aðgerðir og hún hafi viljað vera eins.

„Ég var orðin svo óörugg að sjá allar þessar ungu stelpur á Instagram og var byrjuð að hafa áhyggjur yfir því að eldast, ég verð 38 ára seinna á árinu og tilhugsunin um að verða fertug hræðir mig,“ segir Danielle í samtali við tímaritið Closer.

Vinstri: Danielle eftir aðgerðina.
Hægri: Danielle fyrir aðgerðina.

„Ég vil líta vel út og þessi aðgerð kemur í veg fyrir ummerki öldrunar. Ég hugsaði að það væri betra að koma í veg fyrir eitthvað heldur en að laga það eftir á. Ég veit að ég er með þetta á heilanum en þetta lætur mér líða betur.“

Eiginmaður Danielle, Michael, og elsti sonur hennar, Archie, sem er 11 ára, voru fyrir miklum vonbrigðum með ákvörðun hennar.

Danielle og Michael gengu í það heilaga árið 2019 og eiga saman soninn Ronnie, sem er fjögurra ára. Michael grátbað hana um að gangast ekki undir fleiri fegrunaraðgerðir.

„Michael hélt að ég væri bara að fara í einhverja snyrtimeðferð. Hann var brjálaður þegar ég kom heim, hann alveg missti það og sagði endurtekið við mig: „Þú átt eftir að fokka upp andlitinu þínu.“ Hann segir að ég sé falleg og eigi að hætta, og ég trúi honum en þetta lætur mér líða betur.“

Danielle viðurkennir að hún hafi verið mjög bólgin óg „frekar óhugnanleg“ strax eftir aðgerð.

„Archie öskraði líka á mig og spurði: „Mamma, hvað hefurðu gert við andlitið á þér?“

Danielle segist hafa útskýrt fyrir syni sínum að hún hefði gert þetta til að líða betur. Hann sýndi því skilning en var samt fyrir vonbrigðum með móður sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Arsenal
Fókus
Í gær

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“
Fókus
Í gær

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hreini piparsveinninn kemur út úr skápnum – „Ég hef hatað sjálfan mig í langan tíma“

Hreini piparsveinninn kemur út úr skápnum – „Ég hef hatað sjálfan mig í langan tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svör Íslendinga við kynlífsspurningum – Hefur þú kúkað í „anal“ og eru munnmök ómissandi hluti af kynlífi?

Svör Íslendinga við kynlífsspurningum – Hefur þú kúkað í „anal“ og eru munnmök ómissandi hluti af kynlífi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu hvernig Anna fór að því að missa 16 kíló á 90 dögum

Sjáðu hvernig Anna fór að því að missa 16 kíló á 90 dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló“

„Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló“