fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Grætur af gleði – Var við það að svelta eftir að tannlæknir reif úr henni allar tennurnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. mars 2021 13:50

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brittany Negler er fyrrverandi fíkill frá Philadelphiu í Bandaríkjunum. Hún var á barmi þess að fá næringu í gegnum slöngu (e. feeding tube) þegar hún hafði samband við tannlækninn Dr. Kenny Wilstead.

Saga Brittany er átakanleg. Hún missti bróður sinn úr krabbameini þegar hún var átján ára og ánetjaðist í kjölfarið fíkniefnum. Hún er 29 ára í dag og edrú. Eftir að hún lauk meðferð fór hún til tannlæknis í heimaborg sinni til að laga tennurnar, sem margar hverjar voru ónýtar eða löngu farnar vegna neyslu. Tannlæknirinn sagði að hann þyrfti að rífa út allar tennurnar og lét hana síðan fá gervigóm sem passaði ekki.

Gervigómurinn sem hún fékk var allt of stór.

Brittany gat ekki borðað með gervigóminn. Hún var orðin rúmlega 35 kíló og var við það að svelta þegar hún fékk loksins aðstoðina sem hún þurfti.

Brittany hafði samband við Dr. Kenny sem gaf henni nýtt bros og getuna til að borða á ný.

Sjáðu einlæg viðbrögð Brittany þegar hún sér sig í speglinum í fyrsta sinn.

@brittanyneglerThe reveal #emotional #mystory #mystoryisntover #foryou #foryoupage #dental #lifestyle #savedmylife #thereveal #teeth #smileagaindental #texas♬ original sound – Brittany Negler

Átakanleg saga

Líf Brittany breyttist þegar bróðir hennar dó úr krabbameini. Brittany lá við hliðina á honum á meðan hann dó og hélt Brittany að hún hefði valdið dauða hans. Hún deilir sögu sinni á Instagram-síðu Dr. Kenny Wilstead.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun