fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Himinlifandi með „nýju píkuna“ og getur ekki beðið eftir því að stunda kynlíf

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 09:00

Jessica Alves í This Morning.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Jessica Alves segist vera ótrúlega spennt fyrir því að stunda kynlíf og að hún geti ekki hætt að horfa á „nýju píkuna“ sína.

Jessica Alves vakti fyrst heimsathygli fyrir að hafa eytt rúmlega hundrað milljón krónum í fegrunaraðgerðir. Hún var þekkt sem „mannlega Ken-dúkkan“, áður en hún kom út sem transkona í byrjun árs 2020. Nú er hún þekkt sem Jessica Alves, hefur komið fram í fjölda sjónvarpsþátta og er vinsæl á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig: „Ég er ekki skrímsli“

Jessica undirgekkst kynleiðréttingaraðgerð fyrir fimm dögum. Hún greinir frá því í viðtali í breska morgunþættinum This Morning. Hún sagði að hún horfi á „sjálfsmyrjandi“ (e. self-lubricating) píkuna sína „allan daginn.“

Jessica Alves. Mynd/Instagram

„Píkan mín lítur út eins og líffræðileg píka. Ég get ekki hætt að horfa á hana. Eftir þrjá mánuði mun hún virka eins og líffræðileg píka, hún verður teygjanleg og sjálfsmyrjandi.“

Jessica þurfti að halda aftur tárunum á einum tímapunkti, en aðgerðin er henni mjög merkingarbær. „Ég lofaði sjálfri mér því að ég myndi ekki að gráta. Lífið mitt byrjar núna. Ég ætla að halda áfram að koma fram í sjónvarpi. Ég hef komið fram í meira en 400 þáttum sem karlmaður og ætla að halda áfram sem kvenmaður,“ sagði hún.

Jessica kvaðst mjög spennt fyrir því að stunda kynlíf og að hún sé mun öruggari núna gagnvart því að fara á stefnumót og sofa hjá.

Jessica fór í aðgerðina í Taílandi og dvelur þar enn á meðan hún er að jafna sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag