fbpx
Miðvikudagur 21.apríl 2021
Fókus

Bjarni Ben um skuggahliðar stjórnmála á Íslandi- „Það er mikil harka“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 14:12

Bjarni Benediktsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Bjarni og Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Einkalífsins, fara um víðan völl í viðtalinu og berst talið að heimi stjórnmálanna á Íslandi og hvernig sá heimur sé í raun og veru.

Aðspurður hvort heimur stjórnmála á Íslandi geti verið ljótur játar Bjarni. „Tvímælalaust á stjórnmálalífið sínar skuggahliðar. Það er ekki spurning,“ segir hann. Þeir ræða um sjónvarpsþætti eins og House Of Cards, sem fjalla um pólitík og spillingu.

„Ég held að það sé sýnt í þessum þáttum, ef það væri ekki mannlegt þá væri það ekki trúverðugt og allt sem er mannlegt getur gerst á Íslandi eins og alls staðar annarsstaðar. Menn leggja á ráðin að koma mönnum í klandur. Jújú ég held að í einhverjum mæli finnist allt það sem tengist svona skuggahliðum mannlegrar hegðunar á Íslandi eins og annars staðar, líka í stjórnmálum.“

Skotárásin

Í þættinum ræðir Bjarni stuttlega um skotárás á bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, í janúar.

„Það mál er auðvitað algjör hörmung og farið langt yfir strikið og út fyrir öll mörk sem hægt er að sætta sig við. Það er líka mikil harka í stjórnmálunum. Að því marki sem það hefur beinst gegn mér þá reynir maður bara að taka því ekki persónulega […] „Það held ég að sé mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að temja sér og brynja sig gagnvart því,“ segir hann.

Bjarni segir að honum þykir viðhorf gagnvart stjórnmálamönnum hafa versnað síðustu ár.

„Mér finnst það hafa dálítið versnað, hvað á ég að segja eftir hruns árunum, auðvitað hefur þetta gengið í bylgjum en það er dálítið um að fólk hreytir ónotum í mann úti á götum eins og það sé sjálfsagður hlutur. Auðvitað læt ég það sem vind um eyru þjóta en ég spyr mig svona eftir á, ég held að fólk vilji ekki almennt búa í samfélagi þar sem að við förum í gegnum lýðræðislegt ferli til að raða saman ríkisstjórn á þingi og segja svo bara… gefa skít í þetta allt saman. Það er ekki gott, en það er ekki auðvelt að fást við þetta. Það er talað um að það sé lítið traust í garð stjórnmála á Íslandi en það er ekkert mikið betra víða um lönd,“ segir hann.

Aðspurður hvort hann hafi orðið hræddur um sig eða sína fjölskyldu á þessum tíma svarar Bjarni:

„Ég hef nú persónulega aldrei orðið hræddur um sjálfan mig, en það er óþægilegt. Einu sinni var ég á fundi og það voru einhver fjöldamótmæli fyrir utan heimili okkar og lögreglan þurfti að hafa viðbúnað vegna þess og þá upplifði ég það auðvitað að þetta væru ónot fyrir heimilisfólkið mitt, fjölskylduna mína. Sem er ekki gott og mér finnst eins og það eigi að sleppa því, að nálgast heimili stjórnmálamanna. En heilt yfir hef ég ekki yfir miklu að kvarta. Það hafa alls konar hlutir verið sagðir, bréf skrifuð og sendingar og svona. En það sem ég tek frá mínu stjórnmálastarfi er allt fólkið sem ég er að vinna með að uppbyggilegum málum, stefnumótun fyrir samfélagið, eiga samtal við fólk út um allt land, þetta er það sem er gefandi.“

Þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál – Internetfrægð, þráhyggja og morð í beinni

Sakamál – Internetfrægð, þráhyggja og morð í beinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Berglind Saga er ein þeirra sem dansaði í Vikunni á RÚV í gær – „Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið“

Berglind Saga er ein þeirra sem dansaði í Vikunni á RÚV í gær – „Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta óttast karlar og konur mest í kynlífi

Þetta óttast karlar og konur mest í kynlífi
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Kynlífið er hræðilegt því kærasti minn er klámfíkill“

„Kynlífið er hræðilegt því kærasti minn er klámfíkill“