fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

Nektarmyndin opinberaði framhjáhald kærastans – Svona hefndi hún sín

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 5. desember 2021 22:00

Ros Reines - Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ros Reines skrifaði á dögunum pistil sem birtur var á 9Honey en pistillinn fjallar um það hvernig hún hefndi sín eftir að kærastinn hennar hélt framhjá henni með bestu vinkonu hennar.

Í upphafi pistilsins segir Ros frá því hvernig hún komst að framhjáhaldinu. Kærastinn hennar er tískuljósmyndari og þegar hann var að heiman vegna vinnuferðar var Ros stödd heima hjá honum. Hún ákvað að leita að mynd af sér sem hann hafði tekið af henni en þá fann hún mynd sem hún hafði ekki búist við að finna.

„Ég sver það, ég var ekki að snuðrast, ég vildi bara minna mig á það hvernig hann sér mig,“ segir hún en það sem hún fann í staðinn fyrir myndina af sér kom henni á óvart. Hún fann nefnilega mynd af bestu vinkonu sinni allsnaktri. „Roðinn í andlitinu hennar sagði mér að þau voru ábyggilega nýbúin að stunda kynlíf þegar myndin var tekin.“

Það fyrsta sem kom upp í huga Ros var að hringja í vinkonu sína og koma upp um framhjáhaldið. Eftir nánari umhugsun ákvað hún hins vegar að hefna sín. „Það er sagt að hefndin sé best þegar hún er borin fram köld og það er sko ekkert grín,“ segir hún í pistlinum.

Ros ákvað að hringja í vinkonu sína og segja henni að kærastinn sinn væri búin að biðja hana um að trúlofast sér. Vinkonan hoppaði ekki um af ánægju heldur þagði hún bara og fann síðan afsökun til að skella á.

Næst hringdi hún í kærastann sinn og sagði honum að vinkonan væri búin að segja henni allt um framhjáhaldið. „Stuttu síðar fór óreiðan af stað. Ég svaraði ekki símtölunum frá kærastanum mínum og á meðan var vinkona mín allt annað en róleg yfir þessari óvæntu ástaryfirlýsingu kærastans míns. Á meðan var hann brjálaður út í hana fyrir að „segja mér“ að þau væru búin að vera að sofa saman,“ segir hún.

„Ég held að hann viti ekki ennþá hvernig ég komst að framhjáhaldinu,“ bætir hún svo við en kærastinn hennar og vinkonan hættu saman stuttu eftir að hann kom heim úr vinnuferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“
Fókus
Í gær

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks
Fókus
Fyrir 5 dögum

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“