fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fókus

Monopoly-reglan sem næstum því enginn veit af

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 24. desember 2021 16:00

Monopoly mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir hátíðarnar eiga það margir til að draga fram spil og spila með vinum og vandamönnum. Margir ætla sér að skapa ljúfar fjölskylduminningar með því að setjast niður og spila í rólegheitunum en sömu rólegheit geta verið ansi fljót að umturnast í rifrildi þegar ákveðin spil eru spiluð.

Spilið Monopoly hefur líklegast skemmt fleiri vinasambönd en það hefur skapað og klárast spilið oft þegar fyrsti spilari fer grátandi upp í herbergi þar sem reglurnar geta verið ansi loðnar og mismunandi hvort fólk fer eftir þeim eður ei.

Langflestir hafa sínar húsreglur þegar kemur að Monopoly, til að mynda að allur skattur greiðist í miðjuna sem spilarinn sem lendir á „frítt stæði“ reitnum fær.

Þó eru einnig til reglur sem nánast enginn veit af. Ein þeirra gjörsamlega breytir því hvernig spilið er spilað, þá sérstaklega á lokasprettinum.

Reglan er sú að þegar leikmaður situr í fangelsi eftir að hafa lent á „farðu í fangelsi“ reitnum eða fengið þrjár tvennur í röð þá getur hann samt sem áður keypt eignir og fær einnig greitt þegar aðrir leikmenn lenda á eignum þess sem situr í fangelsinu. Því getur það mögulega verið góð taktík að dúsa í fangelsi í staðinn fyrir að eiga í hættu á að lenda á eignum annarrar spilara.

Einhverjir hugsa með sér að auðvitað sé ekki hægt að kaupa eignir þegar þú ert í fangelsi en það er einnig mýta. Samkvæmt leikreglunum fara eignir sem leikmaður lendir á en ákveður að kaupa ekki á uppboð. Aðrir spilarar mega þá bjóða í eignina ef þeir hafa áhuga á henni, þar á meðal fangar.

Leikmaður sem lendir á eign og setur hana á uppboð má einnig bjóða í eignina og gæti því fengið hana á lægra verði en hún er metin á.

Til að koma í veg fyrir óeirðir yfir jólatímann eru lesendur vinsamlegast beðnir um að fara yfir leikreglurnar og hvaða húsreglur gildi með meðspilurum áður Monopoly er spilað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða
Fókus
Í gær

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óskarsverðlaunaleikkona syrgir sinn fyrrverandi sem drukknaði í skelfilegu slysi

Óskarsverðlaunaleikkona syrgir sinn fyrrverandi sem drukknaði í skelfilegu slysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald