fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Edda sló met með þessari mynd en fékk leiðinleg skilaboð – „Af hverju ertu búin að fitna?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 1. desember 2021 14:00

Samsett mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsstjórnandinn, íþróttakonan, einkaþjálfarinn og áhrifavaldurinn Edda Falak birti nýja mynd af sér á dögunum á Instagram sem vakti mikla athygli. Myndin sló „like“ met hjá Eddu, en yfir 4380 manns hafa líkað við myndina þegar greinin er skrifuð. Á myndinni situr hún í rúmi og í nærfötum.

En þrátt fyrir að það rigni yfir hana jákvæðum og fallegum skilaboðum í kjölfar myndbirtingarinnar þá virðist alltaf einhver hafa eitthvað að segja um útlit hennar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Edda Falak (@eddafalak)

Fylgjandi Eddu fann sig knúinn að spyrja „af hverju“ hún sé „búin að fitna“. Hlaðvarpsstjórnandinn birti skjáskot af skilaboðunum í Story á Instagram og ákvað að svara þeim opinberlega og á sama tíma tjá sig frekar um málið.

„Má ég forvitnast? Af hverju ertu búin að fitna? Ekki illa meint samt,“ segir fylgjandinn, sem nýtur nafnleyndar.

„Kannski ekki illa meint en af hverju skiptir það máli fyrir einhvern? Ég veit ekki endilega til þess að ég sé búin að fitna en ég er vissulega ekki jafn skorin og áður,“ segir hún og heldur áfram.

„Ég fæ endalaust af skilaboðum þar sem fólk finnur sig knúið til þess að segja mér hvernig ég lít út, hvernig ég ætti að líta út, hvað má gera, hvað má ekki gera, hvað sé viðeigandi, hvað sé óviðeigandi, að ég sé óörugg, að ég sé athyglissjúk, að ég sé of skorin, að ég sé of mössuð, að ég sé of mjó, að ég sé með of feit læri og að ég sýni of mikið.“

Edda segir samfélagið elska að segja „þér hvernig þú átt að vera og hvernig þú átt að haga þér.“

„Þessi endalausi hlutverkaleikur: Ekki segja of mikið, ekki sýna of mikið. Vertu sjálfsörugg en ekki of. Vertu ánægð með líkamann þinn en ekki sýna að þú sért ánægð með hann. Vertu sæt en ekki segja að þú sért sæt,“ segir hún.

Skjáskot/Instagram

Edda tekur það skýrt fram að fólk má vera nákvæmlega eins og það vill. „Þú mátt pósta mynd þar sem þér finnst þú vera falleg, þú mátt segja sjálfri þér að þú sért sæt og flott og heit. Fólk sem er að glíma við óöryggi elskar að dæma annað fólk fyrir sjálfsöryggi sitt. Fólk sem vill það sem þú hefur elskar að brjóta þig niður,“ segir hún.

Hún hvetur jafnframt fólk til að umkringja sig fólki sem sýnir þeim ást og virðingu.

„Þú mátt síðan alveg fitna og þú skuldar engum útskýringu [fyrir því].“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Edda fær leiðinleg skilaboð í kjölfar myndbirtingar. Í október birti hún mynd þar sem sást í geirvörtu hennar og fékk hún ógeðsleg skilaboð þar sem hún var spurð „hvað hún kostaði.“

Sjá einnig: Edda Falak fékk viðbjóðsleg skilaboð í kjölfar myndbirtingar – „Ég hika ekki við að nafngreina ykkur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta