fbpx
Fimmtudagur 19.maí 2022
Fókus

Ástarljóð Kára Stefánssonar til eiginkonu sinnar varð að lagi – „Það er ekkert eins og þú ástin mín fagra þá og nú“

Fókus
Mánudaginn 29. nóvember 2021 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Ólafsdóttir, þroskasálfræðingur og framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna lést fyrr í mánuðinum. Rúmum mánuði fyrir andlátið fagnaði Valgerður 70 ára afmæli sínu og af því tilefni orti eiginmaður hennar, Kári Stefánsson, til hennar ljóð og fékk Þorstein Einarsson í hljómsveitinni Hjálmum til að gera lag við ljóðið sem var svo flutt í afmæli Valgerðar.

Hjálmar í samstarfi við Kára hafa nú gefið lagið út ásamt myndbandi. Þó að um ástarljóð sé að ræða leikur sorgin stórt hlutverk í myndbandinu enda hefur Valgerður látin eftir að hafa fylgt Kára um lífsins veg í rúmlega hálfa öld. Kári sjálfur er í aðalhlutverki í myndbandinu og sýnir þar berskjaldaðri hlið á sér en við höfum áður fengið að sjá.

Lagið heitir Kona og er textinn eftirfarandi:

Bærðist ekkert utan hjarta
einn á gangi og nóttin bjarta
bjó þig til.
Nætur sumars, sumar nætur
suma okkar heppna lætur
finna ást sem aldrei dvínar
ætíð finnur rætur sínar
þótt árin líði og öllu breyti
utan þér

Þú ert ennþá ilmur blóma
ennþá sveipuð skærum ljóma
seiðandi bjartrar sumarnætur
sem mér ávallt finnast lætur
að friðurinn sé hér.
Úr mínu gamla höfði og hjarta
hrekur burtu myrkrið svarta
kveikir ljós

Bærðist ekkert utan hjarta
einn á gangi og nóttin bjarta
bjó þig til.
Eins og blóm í haustsins haga
hátíð gerir alla daga,
það er ekkert eins og þú
ástin mín fagra þá og nú

Lagið og myndbandið má svo sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur Friðrik eignuðust dóttur

Jóhanna Guðrún og Ólafur Friðrik eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amber Heard útskýrir kúkinn í rúminu – „Mér finnst þetta ekki fyndið. Punktur“

Amber Heard útskýrir kúkinn í rúminu – „Mér finnst þetta ekki fyndið. Punktur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiður og skylda ofar öllu – Maðurinn sem háði eins manns stríð í þrjátíu ár

Heiður og skylda ofar öllu – Maðurinn sem háði eins manns stríð í þrjátíu ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið: Eysteinn í góðu yfirlæti með NBA-stjörnum

Sjáðu myndbandið: Eysteinn í góðu yfirlæti með NBA-stjörnum