fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fókus

Sakamál: „Sú nakta í nettlunum“ – Konan sem enginn þekkti

Fókus
Laugardaginn 27. nóvember 2021 20:30

Vaxmynd sem átti að líkast konunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var að morgni föstudagsins 28. Ágúst 1981 sem lögreglan í Sutton Bank í Norður Yorkshire á Englandi fékk símtal frá karlmanni sem sagði: „Þið finnið lík sem er byrjað að rotna nálægt Scawton Moore húsinu.“ Hann neitaði að gefa upp nafn og bar við „þjóðaröryggi.“

Maðurinn gaf lögreglunni nánari lýsingu á hvar líkið væri að finna en það var af konu. Þegar lögreglan kom á staðinn var ljóst að maðurinn sem hringdi var að segja satt. Þeir fundu líkamsleifar konunnar milli tveggja grenitrjáa nálægt veginum frá Sutton Bank og til bæjanna Scawton og Rievaulx.

Konan hafði verið um 157 cm á hæð og milli 35 og 40 ára gömul. Hún var með stutt, dökkt hár og hún hafði brotnað á hægri ökla einhvern tíman í fortíðinni. Hún var með ljósbleikt naglalakk á tánöglunum og hefði notað skó númer 37. Miðað við ástandi á tönnunum hennar hafði hún bæði reykt og drukkið mikið. Krufning leiddi í ljós að líkamsleifarnar höfðu verið á þessum stama stað í um tvö ár. Sérfræðingar sögðust telja að konan hefði verið móðir og hefði mögulega fætt barn tvisvar ef ekki þrisvar.

Rannsakendur komu fram í fjölmiðlum og óskuðu eftir upplýsingum frá almenningi um hver þessi kona gæti verið, eða þá morðinginn. Engar ábendingar höfðu borist þremur mánuðum síðar. Þá ákváðu læknanemar að búa til vaxhöfuð sem átti að vera eftirmynd konunnar, eða gefa til kynna hvernig hún hafði litið út, í von um að einhver myndi bera kennsl á hana. Þetta var í fyrsta sinn sem breska lögreglan notaði vax til að búa til eftirmynd vegna rannsóknar.

Óútskýrt andlát

Nú fóru ábendingar að berast og lögreglan skoðaði mál 164 kvenna sem höfðu horfið en engin þeirra reyndist vera konan sem leitað var að í þessu máli. Þar sem ekkert nafn hafði fundist á konuna var byrjað að kalla hana „Nude in the Nettles“ eða „Sú nakta í nettlunum“ en nokkuð hafði verið um brenninetlu í skóglendingu þar sem hún fannst. Þá var andlátið hennar skráð sem „óútskýrt“ þrátt fyrir að rannsakendur væru að vinna með þá kenningu að hún hefði verði myrt. Afar erfitt var hins vegar að komast að raunverulegri dánarorsök þar sem líkamsleifarnar höfðu verið úti í öllum veðrum og vindum í tvö ár. Snemma í rannsókninni vaknaði grunur um að hún væri strokufangi frá Askham Grange fangelsinu en þær kenningar voru hraktar.

„Sú nakta í nettlunum“ var jörðuð í Malton, Norður Yorks árið 1983.

Málið opnað aftur

Þar var síðan í ágúst 2011 sem rannsakendur opnuðu málið á ný og reyndu aftur að komast að örlögum konunnar í þessu þá tæplega þrjátíu ára gamla máli. „Einhvers staðar hlýtur einhver að vita hvað þessi kona heitir. Er mögulegt að í gegn um árin hafi hún misst samband við vini og ættingja? Það er kominn tími til að þessi kona geti hvílt í friði,“ sagði fulltrúi hjá lögreglunni í Norður Yorkshire.

Aftur reyndist árangurslaust að reyna að fá ábendingar frá almenningi sem. Loks var ákveðið að grafa líkið aftur upp til að fá DNA sýni sem einn daginn gæti kannski nýst til að komast að því hvaða kona þetta væri, og jafnvel leiða dánarorsök í ljós. Þessi ákvörðun var tekin eftir að nokkrar fjölskyldur höfðu stigið fram og sagt að mögulega hefði konan verið ættingi þeirra.

DNA sýni voru tekin af læri konunnar og tönnum. Því næst var hún jörðuð á ný í Malton kirkjugarðinu, haldin var stutt athöfn og rannsakendur lögðu krans á leiðið. Séra Rudkin sagði að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem hann tók þátt í slíkri athöfn: „Guð elskar hana þó við vitum ekki hver hún var.“

Skráð í DNA gagnasafn

Réttarmeinafræðingar notuðu DNA sýnin til að bera saman við DNA þeirra fjölskyldna sem höfðu haft samband. Því miður hafði hún ekki verið skyld neinni þeirra. Þá voru sýnin hennar borin saman við DNA gagnasafn ríkisins, og sérstaklega var rannsakað hverjir hefðu tilkynnt um horfna konu fyrir öllum þessum árum. Lögreglan varð engu vísari en sýnin hennar voru skráð í gagnasafnið ef ske kynni að það gæti hjálpað síðar.

Nokkru seinna steig fram lögreglukona á eftirlaunum með þá kenningu að konan hefði verið fórnarlamb hins alræmda „Yorkshire ripper“ sem hefði verið ábyrgur fyrir allt að sautján morðum sem voru enn óupplýst.

Enn í dag er ekki vitað hver „Sú nakta í nettlunum“ er eða hver mögulegur morðingi hennar var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjónvarpsstjarnan fagnaði 50 ára afmælinu sínu á Íslandi – „Iceland we love you!“

Sjónvarpsstjarnan fagnaði 50 ára afmælinu sínu á Íslandi – „Iceland we love you!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf og Kristín Péturs njóta lífsins í Ölpunum

Birgitta Líf og Kristín Péturs njóta lífsins í Ölpunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vissir þú að þessar stjörnur voru einu sinni giftar?

Vissir þú að þessar stjörnur voru einu sinni giftar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að koma kærustunni sinni á óvart – Kom að henni í miðju kynlífi með nýju vinkonu sinni

Ætlaði að koma kærustunni sinni á óvart – Kom að henni í miðju kynlífi með nýju vinkonu sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu augnablikið þegar bíll keyrir á fréttakonu í beinni útsendingu

Sjáðu augnablikið þegar bíll keyrir á fréttakonu í beinni útsendingu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn

Bað netverja um hjálp að finna manninn sem daðraði við hana á ströndinni – Fann eiginkonuna í staðinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“