fbpx
Laugardagur 22.janúar 2022
Fókus

Ráðalaus varðandi nýja kærastann – „Uppáhalds kynlífsathöfnin hans er að sjúga tærnar mínar“

Fókus
Föstudaginn 26. nóvember 2021 21:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Þannig er mál með vexti að nýi kærasti hennar er með þráhyggju fyrir fótunum hennar og það er að skapa ýmis vandamál.

Konan er 40 ára og maðurinn 46 ára. Þau kynntust á netinu og hafa verið saman í þrjá mánuði.

„Uppáhalds kynlífsathöfnin hans er að sjúga tærnar mínar. Hann getur sleikt og kysst þær í marga klukkutíma í senn, og hann verður svo æstur að gera það að hann er við það að springa,“ segir konan.

„Enginn hefur áður sogið tærnar mínar. Mér finnst það ekki ónotalegt, þetta var reyndar frekar heitt í fyrstu skiptin sem hann gerði þetta. En nú er þetta byrjað að trufla mig.

Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hef ég aldrei verið hrifin af fótunum mínum. Tærnar mínar eru frekar langar og skrýtnar og ég hef áhyggjur af táfýlu á sumrin. En kærastanum mínum finnst tærnar mínar það fallegasta við mig. Hann er alltaf að tala um hvað þær eru fallegar, hversu mjúk húðin er og hversu hrifinn hann er af lyktinni af þeim.“

Konan segir að hún sé hrædd um að hann sé hrifnari af fótunum hennar en andliti hennar eða vaxtarlagi. „Það gerir mig óörugga. Við stundum alveg venjulegt kynlíf en það er alltaf hluti af forleiknum að hann sjúgi tærnar mínar.“

Konan segir að þetta sé farið að valda henni áhyggjum. Hún vill ekki hætta með honum en hún vill einhvern sem vill hana, ekki bara tærnar hennar. „Hvað ætti ég að gera?“

Deidre svarar konunni og segir að sjúga tær sé ekki eins óvenjulegt og fólk heldur. Hún segir að það séu margir taugaendar í tánum og undir iljunum. „Þess vegna kitlar fólki þarna, en það getur líka fundið fyrir ánægju. En það hljómar eins og kærastinn þinn er að fara með þetta alla leið og áhugi hans gæti verið hluti af fótablæti sem hann er með. Ef þú vilt að sambandið ykkar haldi áfram þá þarftu að tala við hann um þetta og segja honum hvernig þér líður,“ segir Dear Deidre.

„Þú gætir stungið upp á málamiðlun, eins og að „fótafjör“ sé bara í annað hvert skipti sem þið stundið kynlíf? Talaðu við hann rólega, ekki þegar þið eruð í rúminu svo hann finnur ekki fyrir höfnun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta var á N1 þegar hún sá fréttirnar: „Ég man ég hringdi í þig og sagði: „Sólrún, ertu að fokking djóka, hvað á ég að gera?!““

Lína Birgitta var á N1 þegar hún sá fréttirnar: „Ég man ég hringdi í þig og sagði: „Sólrún, ertu að fokking djóka, hvað á ég að gera?!““
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann þóttist ætla að hitta vini sína – En hann vissi ekki hvað ég vissi“

„Hann þóttist ætla að hitta vini sína – En hann vissi ekki hvað ég vissi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar segja þetta vera mesta kjaftæðið hér á landi – „Þetta er almennt mjög pínleg stemming”

Íslendingar segja þetta vera mesta kjaftæðið hér á landi – „Þetta er almennt mjög pínleg stemming”
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þegar hún sagði anorexía fór ég að hlæja og hugsaði: „Sérðu hversu feit ég er?““

„Þegar hún sagði anorexía fór ég að hlæja og hugsaði: „Sérðu hversu feit ég er?““
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta með 750 þúsund króna tösku – „Hugarfarið mitt í dag er að ég ætla aldrei aftur að upplifa nokkurn skort“

Lína Birgitta með 750 þúsund króna tösku – „Hugarfarið mitt í dag er að ég ætla aldrei aftur að upplifa nokkurn skort“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilnaðardrama heldur áfram að skekja Kardashian fjölskylduna – „Ég fæ ekki að vita hvar afmælið hennar er“

Skilnaðardrama heldur áfram að skekja Kardashian fjölskylduna – „Ég fæ ekki að vita hvar afmælið hennar er“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Í innsta hring hægri öfgamanna á Norðurlöndunum

Í innsta hring hægri öfgamanna á Norðurlöndunum