fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Vinsælasta barnaleikrit landsins snýr aftur á svið von bráðar

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 21. október 2021 09:30

mynd/Ásta Þórðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaleikritið Ávaxtakarfan verður sett upp snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í salnum Silfurbergi í Hörpunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhópnum.

Verkið var fyrst sett upp árið 1998 í Íslensku óperunni þar sem Andrea Gylfadóttir, Páll Óskar og Gunnar Hansson slógu í gegn. Verkið tæklar samfélagsmein eins og fordóma, einelti og mismunun á einlægum og barnvænum nótum þar sem börn og foreldrar fá að fylgjast með samfélaginu í ávaxtakörfunni þar sem íbúar þurfa að leita sátta milli ólíkra einstaklinga, enda eru sumir ber en aðrir grænmeti.

Höfundur handrits er Kikka K. M. Sigurðardóttir og leikarar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, María Ólafsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Jón Svavar, Viktoría Sigurðardóttir, Katla Njálsdóttir, Eyrún Ævarsdóttir og Jóakim Meyvant Kvaran.

„Það er langþráður draumur að leika Evu appelsínu í ávaxtakörfunni,“ segir Jóhanna Guðrún, „og ég er hrikalega spennt!“

Leikstjóri er Gói Karlsson, höfundur tónlistar og tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og aðstoðarleikstjóri er Auður Bergdís.

Leikmynda- og búningahönnuðir eru Eva Signý Berger og Alexía Rós Gylfadóttir, leikmyndasmiður er Svanhvít Thea Árnadóttir, ljósahönnuður er Freyr Vilhjálmsson, danshöfundur er Vantelle Carey, Margrét R. Jónasar stýrir leikgervinu og framleiðandi er Þorsteinn Stephensen.

Miðasala verður tilkynnt von bráðar.

mynd/Ásta Þórðardóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir