fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Fókus

Kourtney Kardashian og Travis Barker trúlofuð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 18. október 2021 09:59

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og trommarinn Travis Barker eru trúlofuð. E! News greinir frá.

Kourtney birti mynd af sér og Travis standa á strönd og í kringum þau eru hundruðir rauðra rósa og kerti. Með myndinni skrifar hún: „Að eilífu.“

Kourtney og Travis hafa verið vinir um langt skeið, og fyrstu sögusagnir um samband þeirra komu fyrst í mars 2019. Þá gekk sá orðrómur að þau væru að stinga saman nefjum en ekkert meira varð úr því. Í janúar byrjuðu sögusagnirnar að fara aftur á kreik og var sagt að þau hefðu byrjað saman í desember 2020 Þau opinberuðu sambandið í febrúar 2021 og hafa síðan þá verið ófeimin að deila því með heiminum hversu mikið þau elska hvort annað.

Shanna kallaði hegðun parsins á samfélagsmiðlum furðulega.

Sambandi þeirra hefur einnig fylgt drama. Kourtney og Travis eiga bæði börn úr fyrra sambandi. Kourtney á þrjú börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Scott Disick. Travis á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni Shanna Moakler. Shanna og Travis voru gift á árunum 2004 til 2006.

Bæði Shanna og Scott virðast vera ósátt með sambandið. Shanna hefur látið í sér heyra og kallað hegðun parsins furðulega.

Sjá einnig: Nýja kærastan og fyrrverandi eiginkonan fara í hart á Instagram

Amelia Hamlin, Scott Disick og Kourtney Kardashian.

Einkaskilaboð Scott um parið voru opinberuð í ágúst og olli það talsverðu fjaðrafoki sem endaði með því að kærasta Scott, fyrirsætan Amelia Hamlin, hætti með honum.

Sjá einnig: Tvítuga kærastan fékk nóg – Í sundur eftir að umdeildu skilaboðin fóru í dreifingu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leigir út eiginmanninn sinn

Leigir út eiginmanninn sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Binný fór í fjórtán frjósemismeðferðir – ,,Þetta getur verið erfið þrautarganga vonar og vonbrigða“

Binný fór í fjórtán frjósemismeðferðir – ,,Þetta getur verið erfið þrautarganga vonar og vonbrigða“
Fókus
Fyrir 3 dögum

George var aðeins fjórtán ára – Átakanleg saga barnsins í rafmagnsstólnum

George var aðeins fjórtán ára – Átakanleg saga barnsins í rafmagnsstólnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bauð dóttur sinni húsaskjól en sá eftir því þegar hún stal kærastanum

Bauð dóttur sinni húsaskjól en sá eftir því þegar hún stal kærastanum