fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Keyrði undir áhrifum og tapaði kynfærunum – „Get í hreinskilni sagt að ég upplifði mig ekki sem karlmann fyrr en eftir ég tapaði tólinu“

Fókus
Laugardaginn 16. október 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Berry er 29 ára karlmaður sem hefur gengið í gegnum meira en flestir. Árið 2014 tók hann þá slæmu ákvörðun að aka undir áhrifum áfengis og hefur líf hans ekki verið samt síðan.

Þann 10. maí árið 2014 ákvað Paul, eftir nokkra drykki á barnum, að keyra heim til kærustu sinnar. Á leiðinni missti hann stjórn á bifreið sinni. „Ég hef annað hvort sofnað eða misst stjórn út af rigningunni,“ sagði hann í samtali við The Sun.

Bifreiðin fór út af veginum og valt. „Hún valt nokkrum sinnum og ég kastaðist út um afturrúðuna á meðan bíllinn hélt áfram að velta. Síðan lenti ég á jörðinni og bíllinn endaði ofan á mér.“

Paul hálsbrotnaði, kjálkabrotnaði, mjaðmarbrotnaði, nefbrotnaði, lífbeinið brotnaði og hann fékk þar að auki heilaskaða. Getnaðarlimur hans og eistu urðu fyrir svo alvarlegum áverkum að skera þurfti þau af.

„Þeir þurftu að aflima sko karlmennskuna mína. Það er bara eins og tré hafi verið höggvið þarna niðri og það er bara stubbur. Sem er kaldhæðnislegt því mér leið ekki eins og karlmanni fyrr en eftir slysið. Ég vil deila með heiminum hvaða afleiðingar þetta hefur haft á mig tilfinningalega og mun líklega hafa fyrir lífstíð.“

Eftir slysið var Paul í dái í fimm vikur. Þá hafði læknum tekist að bókstaflega púsla honum saman aftur. Hann er í dag með 13 skrúfur í höfuðkúpunni, járnplötur veggja vegna andlitsins og kjálka úr títaníum. „Þú kannski trúir því ekki þegar þú sérð mig, þeir gerðu þetta frekar vel.“

Þegar bíllinn valt kastaðist af honum eitt dekkið og járnstöngin sem eftir var hafnaði ofan á Paul og kramdi á honum kynfærin. „Ég er með ör sem hefur gróið ótrúlga vel, en þetta bókstaflega kramdi á mér tólið.“

Þegar Paul vaknaði úr dáin gerði hann sér ekki strax grein fyrir nýjum raunveruleika sínum.

„Hugsanlega var ég bara ekki tilbúin að trúa þessu, þetta var áfall. Ég hélt að þetta myndi lagast, en læknirinn kom og spurði mig hvort ég ætti frosið sæði því ég myndi annars ekki geta getið nein börn.“

Þá gerði Paul sér grein fyrir að kynfæri hans voru farin fyrir fult og allt. „Það þyrmdi yfir mig og mér fannst eins og lífið væri búið. Ég hafði ákveðið hvað ég ætlaði að skýra framtíðar dóttur mína þegar ég var bara 14 ára gamall svo ég var niðurbrotinn.“

Þrátt fyrir að eftir standi aðeins stubbur af getnaðarlim segist Paul hafa tilfinningu í honum. „Ætli ég ætti ekki að prísa mig sælan með að vera lifandi, en þarna fyrst fannst mér ég ekkert sérstaklega heppinn.“

Paul segir að hann hafi lítið farið á stefnumót eftir slysið enda sá vildi hann ekki deila því með fólki að hann væri geldingur en upp um það kæmist fljótt ef hann færi að fjarlægja fötin fyrir framan aðra.

Hann vonast eftir að komast typpaígræðslu með tíð og tíma en heldur þó ekki niðri í sér andanum. Hann segir að eftir þessar lífsreynslu sé hann orðinn öruggari með sjálfan sig. Hann er reyndar einhleypur í dag en er hættur að skammast sín fyrir stubbinn.

„Lífið er erfitt en það hefur gefið mér meira sjálfstraust. Ég geri mér grein fyrir að þetta er ekki það mikilvægasta í heimi og að kynfærin gera þig ekki að þeim sem þú ert. Ég get í hreinskilni sagt að ég upplifði mig ekki sem karlmann fyrr en eftir að ég tapaði tólinu“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar