fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Fókus

Leynilöggan frumsýnd á miðvikudaginn – „Lætur Reykjavík líta út eins og rétta staðinn fyrir Vin Diesel“

Fókus
Föstudaginn 15. október 2021 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Leynilöggan verður frumsýnd hér á landi á miðvikudaginn í næstu viku. Landsmenn eiga þá von á góðu miðað við þær fjölmörgu umsagnir sem hafa birst um myndina á erlendum miðlum. Umsagnirnar má taka saman með eftirfarandi hætti: grín hasar sem tekur sig ekki of alvarlega og státar af leikarateymi sem greinilega skemmti sér svo vel við tökur að það skilar sér til áhorfenda.

„Ég er viss um að það er bara tímaspursmál hvenær Hollywood nælir í leikstjórann Hannes Þór Hannesson og fær hann til að endurgera myndina. Ef það gerist þá hlýtur Jason Statham að hafa forgang í aðalhlutverkið,“ segir í einni umsögn.

Í annari umsögn segir: „Besta hasar-löggu-satíra sem hefur nokkurn tímann verið leikstýrt af markmanni sem hefur varið víti frá Messi á heimsmeistaramóti.“

Í enn annari segir að myndin: „Lætur Reykjavík líta út eins og rétta staðinn fyrir Vin Diesel

Inn á Imdb er söguþræði myndarinnar lýst með eftirfarandi hætti: Lögreglumaður í afneitun um kynhneigð sína fellur kylliflatur fyrir nýjum samstarfsmanni á meðan þeir rannsaka röð bankarána.

Leikstjóri myndarinnar er knattspyrnumaðurinn Hannes Þór Hannesson. Hann samdi einnig söguþráð myndarinnar ásamt Auðunni Blöndal og Agli Einarssyni, sem fara einnig með aðalhlutverk myndarinnar, og skrifaði svo handritið með þeim Sverri Þór Sverrissyni og Nínu Pedersen.

Aðrir leikarar eru, svo dæmi séu tekin; Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Vivian Ólafsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson, Björn Hlynur Haraldsson, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Steinþór Hróar Steinþórsson, Gunnar Hansson, Jón Gnarr og Rúrik Gíslason.

Ný stikla úr myndinni var svo frumsýnd í dag en hana má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hanna Björg skrifar opið bréf til gerenda – Með tillögur fyrir þá sem vilja gera betur

Hanna Björg skrifar opið bréf til gerenda – Með tillögur fyrir þá sem vilja gera betur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólasveinninn eignast kærasta í nýrri auglýsingu

Jólasveinninn eignast kærasta í nýrri auglýsingu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mögnuð hönnunarperla Manfreðs komin á sölu – Styrmir Gunnarsson reisti og bjó í húsinu fram á síðasta dag

Mögnuð hönnunarperla Manfreðs komin á sölu – Styrmir Gunnarsson reisti og bjó í húsinu fram á síðasta dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg velgengni Vögguvísna Hafdísar Huldar og Alisdairs

Ótrúleg velgengni Vögguvísna Hafdísar Huldar og Alisdairs