Mánudagur 01.mars 2021
Fókus

7 vísbendingar um að makinn sé að ljúga

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 09:47

Ef makinn baðar út höndunum þegar hann er að segja þér eitthvað, þá gæti verið að hann sé að ljúga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingur í líkamstjáningu, Judi James, hefur uppgötvað sjö leynileg merki sem munu alltaf afhjúpa hvort að makinn þinn sé að segja satt eða ekki.

„Þeir sem ljúga oftar og eru góðir í því, fá minna samviskubit en aðrir þegar þeir ljúga. Það getur því verið erfiðara að lesa líkamstjáningu þeirra,“ segir hún. News.au greinir frá.

„Svo getur líka manneskja, sem segir sannleikann undir álagi, auðveldlega litið út fyrir að vera flóttaleg. Þeir sem hafa lent í því að tollverðir eða öryggisverðir í verslun séu að fylgjast með manni kannast við þetta.“

Judi segir að þetta séu ekki skotheld vísindi, en það séu þó einhverjar leiðir til að koma upp um lygara.

Hér eru sjö merki um að einhver sé að ljúga að þér.

Pásan segir meira en segja þarf

Það tekur mun lengri tíma að búa til lygi heldur en að segja sannleikann. Og þessi pása sem manneskjan tekur áður en hún byrjar að tala, er algengt merki um lygara.

Manneskjan þarf að bæla niður líkamstjáningu og orð á meðan hún ákveður hvers konar „sýningu“ hún ætlar að stja upp. Það eru alls konar leiðir sem manneskjan nýtur til að tefja, eins og að endurtaka spurninguna eða að þykjast vera ótrúlega hissa og saklaus þegar hún er spurð að einhverju.

Forðast augnsamband

Það er erfiðast að stjórna höndum, fótum og augum þegar þú lýgur.

Við eigum til að horfa alltaf til augnanna í leit að sannleikanum, þess vegna eru póker leikmenn oft með sólgleraugu eða derhúfur. Þannig ef makinn þinn er að fela augu sín, þá er það algengt merki um að hann sé að ljúga. Einnig ef hann horfir niður, eða hylur hluta af andliti sínu með annarri hendi, eða jafnvel lokar augunum á meðan hann talar.

Þrautreyndur lygari gæti notað aðeins of mikið augnsamband til að líta út fyrir að vera heiðarlegur þegar hann lýgur, sem virkar frekar ónáttúrulegt út af fyrir sig. En á einhverjum tímapunkti í lyginni horfir hann niður eða lítur undan.

Það er nánast ómögulegt að stjórna augunum á meðan þú lýgur.

Orðlaus munnræpa

Lygari á það til að byrja að tala allt of mikið og nota hendurnar allt of mikið þegar hann talar. Lygarinn reynir að nota hendurnar til að trufla andlitsmerkin sem koma oft upp um lygar. Ef makinn er að baða út höndum eins og hann fái borgað fyrir það, þá gæti verið að hann sé að ljúga.

Póker andlitið

Önnur leið til að segja til um hvort að einhver sé að ljúga að þér er „póker andlitið“. Þannig koma lygarar upp um sig með því að reyna að gefa ekkert upp á andliti sínu og hreyfa sig ekki neitt.

Þeir jafnvel sitja á höndunum sínum eða troða þeim á milli krosslagðra fóta.

Fætur á ferð

Það eru fæturnir sem koma oft upp um lygara. Lygarar eiga það til að færa fæturna til, stappa létt með fætinum eða vera tvístiga.

Klóra nefið

Það er mikil pressa að ljúga og lygarar eiga það til að sefa sjálfa sig, eins og með því að laga til fötin, fikta í einhverju eða snerta andlitið. Eitt algengasta merkið sem kemur upp um lygara er nefklór. Það er kallað „Gosa-áhrifin“, þegar blóðæðarnar stækka á meðan þú lýgur. Það sést þó ekki með berum augum, en þig getur klæjað á nefinu vegna þess.

Bogið bros

Þegar við erum hreinskilin, þá er venjulega andlitið okkar samhverft. En lygi á það til að orsaka mishverft andlit, þar sem munnurinn reynir að brosa, en spennan eða samviskubitið dregur annað munnvikið niður og útkoman verður bogið bros.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda gerði upp mubblu með valhnetu – Ótrúleg breyting

Linda gerði upp mubblu með valhnetu – Ótrúleg breyting
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ertu með jarðskjálftaþynnku? – Prófaðu þessu ráð!

Ertu með jarðskjálftaþynnku? – Prófaðu þessu ráð!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjarni Ben um skuggahliðar stjórnmála á Íslandi- „Það er mikil harka“

Bjarni Ben um skuggahliðar stjórnmála á Íslandi- „Það er mikil harka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birgir Hákon stakk besta vin sinn með hníf í bakið – „Það dó eitthvað inni í mér eftir þetta kvöld“

Birgir Hákon stakk besta vin sinn með hníf í bakið – „Það dó eitthvað inni í mér eftir þetta kvöld“
Fókus
Fyrir 4 dögum

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Synirnir reknir úr kaþólskum skóla vegna atvinnu móðurinnar

Synirnir reknir úr kaþólskum skóla vegna atvinnu móðurinnar