fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fókus

Hrafnhildur rifjar upp einstakt góðverk Magnúsar Scheving – „Brosið fór ekki af litlu andlitunum þeirra“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 20:00

Hrafnhildur Snorradóttir og Magnús Scheving. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnhildur Snorradóttir, mamma og amma, deilir hugljúfri sögu af Magnúsi Scheving þegar hann gerði yndislegt góðverk og lýsti upp veröld barna hennar, án þess að nokkur sæi til.

Frami á Facebook deildi á dögunum myndbandi af Magnúsi Scheving þar sem hann ræðir um námskeið sem hann er með. Hrafnhildur nýtti tækifærið og þakkaði honum fyrir góðverkið. Hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila sögunni áfram.

„Þetta yndislega góðverk hans ber oft á góma hjá okkur,“ segir Hrafnhildur í samtali við DV. „Mig langaði bara að segja fólki hvað hann er góð manneskja.“

Það var enginn að horfa

Hrafnhildur skrifar til Magnúsar. „Fyrir mörgum árum síðan, þegar þú varst að fara á flug með Latabæ, þá var ég einstæð með þrjá krakkaorma. Þau elskuðu öll Magga Scheving og Latabæ,“ segir hún.

„Ég lagði bílnum fyrir utan Sjóvá og var eitthvað að reyna að semja um bæturnar mínar. Ég kom svo aftur út að litla bílskrjóðinum mínum, þar sem krakkarnir biðu eftir mér. Ég var eitthvað sár og pirruð en þá tóku þrjú brosandi og hlæjandi börn á móti mér. Elsti vildi sko verða alveg eins og Magnús Scheving. Þau sátu þá frekar glaðhlakkaleg með gjafir frá Íþróttaálfinum. Hann hafði séð krílin mín og stoppað til að gleðja þrjú algjörlega ókunnug börn. Hann þurfti ekki að vera að gefa þeim neitt en það gerði hann. Það var ekki neinn að horfa, þetta var ekki til að fá athygli. Hann er bara svona yndislegur og gladdi krílin mín, og auðvitað mig alveg ótrúlega mikið.“

Hrafnhildur segir að Magnús hafi gefið börnunum myndbandsspólu, miða og dót. „Brosið fór ekki af litlu andlitunum þeirra. Mig langaði bara að segja takk fyrir að vera svona góður og vinalegur við börnin mín. Þau voru mjög montin eftir þetta. Þeim hafði nefnilega verið boðið í leikhús af Íþróttaálfinum sjálfum,“ segir hún.

„Hann var ekki að sýna sig. Hann sá þrjá litla krakka sitja í gömlum ljótum bíl og hann ákvað að gleðja þau.“

Hrafnhildur þakkar Magnúsi innilega fyrir. „Þú tókst þér tíma til að gleðja þau. Þetta voru sko flottustu skilaboð sem Íþróttaálfurinn hefur sent frá sér […] Við tölum oft um þetta atvik og nú eru krílin mín komin með eigin kríli sem vita hvað Íþróttaálfurinn er góður við krakka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Kremið hafði hryllilegar afleiðingar – „Mér fannst ég breytast í skrímsli“

Kremið hafði hryllilegar afleiðingar – „Mér fannst ég breytast í skrímsli“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta sýnishornið úr Leynilöggunni – Mótorhjól í Kringlunni, sportbílar og fótboltakappar

Fyrsta sýnishornið úr Leynilöggunni – Mótorhjól í Kringlunni, sportbílar og fótboltakappar