fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fókus

Sjáðu myndbandið – María og Árni fengu óvænta og krúttlega gesti

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 29. júní 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin María Gunnarsdóttir og Árni Halldórssons sem búsett eru í Grundarfirði urðu þeirrar ánægju aðnjótandi á dögunum að þrastarhjón gerðu sér hreiður í hurðarkransi sem María hafði útbúið. Þar skiptust þrestirnir á að sitja á eggjum og nú hafa sex svangir ungar klakist út.

María, sem rak lengi vel Blómabúð Maríu, ákvað að hressa upp á útidyrahurðina og gerði þennan fína krans í vor. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún gerir hurðarkrans en þessi er óvenju stór.

Þröstunum hefur greinilega litist vel á og ákveðið að þarna myndu þeir stofna fjölskyldu.

„Mér finnst þetta mikill heiður fyrir mig sem blómakonu,“ segir María auðmjúk. „Maður verður svo vanmáttugur gagnvart náttúrunni og hvað hún er stórkostleg.“

Og mannfólkið hefur að sjálfsögðu beygt sig fyrir fuglalífinu. „Hér eru strangar reglur og enginn fær að ganga um útidyrnar. Allir þurfa núna að ganga inn og út um bílskúrsdyrnar. Ég hafði meira að segja samband við póstinn og bað hann um að koma bara að bílskúrnum,“ segir María.

Þá passa allir í nágrenninu vel upp á kettina sína til að þeir raski ekki ró fuglafjölskyldunnar. „Pabbinn syngur í staðinn hér svo dásamlega fyrir allt hverfið á morgnana.“ Þegar það er sem kaldast opnar hún stundum útidyrnar þannig að ungunum hlýni.

María segir ungana sísvanga og hún farið að óttast um þá nýlegar þegar veðrið gerði foreldrunum erfitt fyrir í fæðuleitinni. „Það var brjálað verður hér um daginn og ég var orðin svo hrædd um þá að ég barðist við vindinn og sótti orma út í garð. Ég fór í kartöflubeðið hjá eiginmanninum. Hann veit ekki enn að ég er búin að stela af honum ormum. Ég lagði þá síðan á kransinn þannig að foreldrarnir myndu sjálfir finna þá og gefa ungunum,“ segir María en hjá henni er stutt í húmorinn: „Ég veit ekki hvort við eigum eftir að fá húsaleigubætur eða barnabætur!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einstaklega sjarmerandi hús í miðborginni

Einstaklega sjarmerandi hús í miðborginni
Fókus
Í gær

Vilja að Bianca verði handtekin á Spáni: „Maður heyrði fólk segja: Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“

Vilja að Bianca verði handtekin á Spáni: „Maður heyrði fólk segja: Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði