fbpx
Laugardagur 06.september 2025
Fókus

Áttu í viðskiptum með lúxusíbúð í Skuggahverfinu en taka nú höndum saman um enduropnun b5

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. maí 2021 16:05

Birgitta Líf stendur að enduropnun b5 ásamt tveimur öðrum fjárfestum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn vinsælasti skemmtistaður landsins um langt árabil hefur verið skemmistaðurinn b5 sem staðsettur er í Bankastræti 5.  Það var því talsvert áfall fyrir skemmtanalíf ungra Reykvíkinga þegar staðurinn lokaði í miðjum kórónuveirufaraldrinum en að sama skapi gat fjöldinn tekið gleði sína á ný þegar tilkynnt var að áhrifavaldurinn og World Class-erfinginn, Birgitta Líf Björnsdóttir, hyggðist enduropna staðinn.

Birgitta Líf varðist allra frétta um áform sín þegar að fjölmiðlar leituðu eftir því í kjölfar tilkynningarinnar um enduropnuna og því hefur ekki komið fram hverjir standa að verkefninu með henni.

Samkvæmt heimildum Fókus stendur hlutafélagið B Reykjavík ehf. á bak við enduropnunina.  Fyrirtækið er í eigu þriggja aðila sem allir eiga 1/3 hlut í félaginu. Birgitta Líf er persónulega skráð fyrir sínum hlut í félaginu en hinir eigendurnir eru Þórlaug Ólafsdóttir, í gegnum félag sitt RK bygg ehf., og Sverrir Þór Gunnarsson, í gegnum félag sitt Urriðafoss ehf.

Athyglisverð tengsl eru á milli Birgittu Lífar og Sverris Þórs.

Í byrjun október 2020 greindi Morgunblaðið og fleiri fjölmiðlar frá því að móðir Birgittu Lífar, Hafdís Jónsdóttir sem gjarnan er kennd við World Class, hefði fjárfest í einstakri lúxusíbúð í Skuggahverfinu þar sem Birgitta Líf hefur búið síðan. Kaupverðið var 150 milljónir króna og var seljandi eignarinnar áðurnefndur Sverrir Þór Gunnarsson og félag hans Urriðafoss.

Það má því leiða að því líkum viðskiptin um lúxusíbúðina hafi orðið grundvöllurinn að viðskiptasambandi um endurreisn b5.

Sverrir Þór er meðal annars á bak við söluturninn Drekann á Njálsgötu og hefur verið stórtækur í innflutningi á rafrettum og öllu sem þeim tengist. Hann hefur þó farið of geyst í þeim viðskiptum því á síðasta ári var sett sölubann á hluta af vörum fyrirtækisins meðal annars á grundvelli þess að styrkur nikótíns væri umfram leyfilegt hámark.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Það sem hún sér mest eftir varðandi uppeldi barnanna

Það sem hún sér mest eftir varðandi uppeldi barnanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Chloë Grace Moretz og Kate Harrison giftar

Chloë Grace Moretz og Kate Harrison giftar
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ljósabekkir valda nú fleiri húðkrabbameinum en sígarettur valda lungnakrabbameinum“

„Ljósabekkir valda nú fleiri húðkrabbameinum en sígarettur valda lungnakrabbameinum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kom aðdáendum á óvart með breyttu útliti: „Mjög grannur“

Kom aðdáendum á óvart með breyttu útliti: „Mjög grannur“