fbpx
Fimmtudagur 05.ágúst 2021
Fókus

Söguþráður nýrrar íslenskrar kvikmyndar sagður vera stolinn

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 14:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Alma var frumsýnd í Háskólabíó þann 7. maí síðastliðinn. Myndin er leikstýrð af Kristínu Jóhannesdóttur og skartar þeim Snæfríði Ingvarsdóttur, Kristbjörgu Kjeld, Hilmi Snæ Guðnasyni og Emmanuelle Riva í aðalhlutverkum.

Twitter notandinn Aron Elí Helgason benti í dag á líkindi söguþráðs myndarinnar og söguþráðs kvikmyndarinnar Double Jeopardy sem kom út árið 1999. Á smarabio.is er söguþráð myndarinnar Alma lýst svo: „Alma er örlagasaga ungrar konu sem er lokuð inni á réttargeðdeild eftir að hafa játað á sig morð á kærasta sínum án þess þó að muna eftir þeim atburði. Eftir sjö ár berast þær fréttir að kærastinn sé sprelllifandi og á leið til landsins. Hún ákveður að drepa hann þar sem hún er hvort sem er búin að afplána dóm fyrir glæpinn.“

Á imdb.com er söguþráður Double Jeopardy svona þegar hann er þýddur yfir á íslensku: „Kona er sögð hafa drepið eiginmann sinn en hann er enn á lífi. Það er sem það er búið að rétta yfir henni vegna glæpsins, er ekki hægt að kæra hana ef hún finnur hann og drepur hann“

Það verður að segjast að söguþráðirnir eru keimlíkir en ólíklegt að hugmyndin að kvikmyndinni Alma sé stolin. Alma er sýnd í Smárabíó og Bíó Paradís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn vinsælasti rappari Íslands selur kerruna

Einn vinsælasti rappari Íslands selur kerruna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórstjarnan segist aldrei hafa drepið neinn – „Þessi orðrómur er lygi“

Stórstjarnan segist aldrei hafa drepið neinn – „Þessi orðrómur er lygi“