fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

33 ára móðir opnar sig: „Ég hef verið kölluð feit, ljót, heimsk, ógeðsleg, athyglissjúk, slæm móðir“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 29. mars 2021 21:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Becky Holt, 33 ára gömul móðir frá Chesire á Bretlandi, hefur verið kölluð mest húðflúraða kona Bretlands. Hún hefur nú opnað sig um áreiti og hatursfullar athugasemdir sem hún fær frá ókunnugum netverjum en hún er meðal annars sögð vera slæm móðir.

Becky leyfði fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Instagram, sem eru rúmlega 47 þúsund talsins, að spyrja sig spurninga og hún svaraði þeim svo. Ein af spurningunum sem hún var spurð að var hver væru verstu viðbrögðin sem hún hefur fengið vegna húðflúranna. „Einn sagði mér að húðflúrin mín væru eins og lestarslys. Hann sagði að dóttir mín yrði hrædd við mig, að ég væri búin að eyðileggja líkamann minn, að ég hafi verið falleg en nú sé ég ljót því ég er með húðflúr á andlitinu,“ sagði Becky í svarinu sínu á samfélagsmiðlinum en hún eignaðist dóttur sína í desember í fyrra.

Þetta var ekki það eina sem fólk hefur haft að segja um útlit hennar. Fyrr á þessu ári talaði Becky um áreitið sem hún hefur fengið frá netverjum. „Ég hef verið kölluð feit, ljót, heimsk, veik á geði, ógeðsleg, athyglissjúk, slæm móðir og hræðileg fyrirmynd,“ sagði Becky. „Mér hefur verið sagt að ég líti út eins og útbrennd klámstjarna, að ég líti út fyrir að vera 60 ára og að húðflúrin mín hafi verið tímayðsla. Mér hefur verið sagt að ég muni sjá eftir þessu og að dóttir mín muni skammast sín fyrir mig.“

Sem betur fer lætur Becky þessi ógeðfelldu ummæli ekki á sig fá en hún varar við að annað fólk sem er vinsælt á samfélagsmiðlum sé ekki endilega jafn sterkt og hún. „Ég er með mjög þykkan skráp og finn ekki fyrir þessum athugasemdum en það er fullt af fólki þarna úti sem finna meira fyrir svona athugasemdum. Ég trúi því ekki að fólk geti verið svona ógeðslega ljótt við fólk sem það hefur aldrei hitt. Ég vildi óska þess að fólk væri betra, sérstaklega á þessum erfiðu tímum. Með allt sem er í gangi í heiminum í augnablikinu ættum við að dreifa ást en ekki hatri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“