fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fókus

Marteinn var kominn á botninn og ætlaði að svipta sig lífi – „Svo kveiki ég á fyrstu sígarettunni“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 10:04

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndagerðarmaðurinn og leikstjórinn Marteinn Þórsson var á dögunum gestur Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur í útvarpsþættinum Segðu mér á Rás 1. Í þættinum talar Marteinn um eigið þunglyndi en hann er mjög opinn með það í samtalinu. Hann lýsir meðal annars alvarlegri geðlægð frá því að hann vann á næturvöktum á hóteli á Hellu.

Marteinn frumsýndi nýlega kvikmynd sína Þorpið í bakgarðinum en myndin fjallar að hluta til um þunglyndi og kvíða. Marteinn segir myndina fjalla um nauðsyn mannsins til að mynda tengsl. „Við erum félagsverur, við þurfum snertingu, við þurfum faðmlög, við þurfum að tala saman og við getum hjálpað hvert öðru. Það er ekki gott að einangra sig, við þurfum samskipti og geta talað um hlutina. Það var það sem mig langaði að gera, eftir alla þessa reynslu, að geta tekið eitthvað úr henni og miðlað áfram,“ segir hann.

„Svo kveiki ég á fyrstu sígarettunni“

Þá talar Marteinn um geðlægðina sem hann varð fyrir á næturvöktunum á Hellu. „Ég fór alveg í botninn á mínu þunglyndi þar. Konan mín og fjölskyldan mín sáu það. Maður heldur að maður geti falið þetta, en þetta sést á manni,“ segir Marteinn. „Það tala margir um þennan svarta hund og hann er alltaf að glefsa í mann. Maður reynir að halda andlitinu en það er ekkert um að villast.“

Marteinn er óvirkur alkóhólisti, þegar hann var á næturvöktunum hafði hann haldið sig frá áfenginu í 6 ár. Þá var hann einnig búinn að halda sig frá sígarettunum. Marteinn ákvað að stytta sér aldur þegar hann var á einni vaktinni en hann fékk hjálp úr óvæntri átt.

„Ég var alveg kominn á brúnina. Ég ætlaði bara að gera þetta,“ segir Marteinn en þegar hann var kominn á þennan stað ákvað hann að fara í næstu sjoppu. Þar keypti hann sér sígarettupakka en hann ætlaði sér svo að fá áfengi á bar hótelsins.

Stór foss er nálægt hótelinu en Marteinn ætlaði sér að stökkva í fossinn. „Þannig að ég ætlaði að taka flösku þar og fara niður að á sem rennur þarna með stórum foss, deyfa mig alveg og fara í fossinn,“ segir hann.

„Svo kveiki ég á fyrstu sígarettunni í sex ár eða eitthvað og þá gerðist eitthvað í hausnum á mér,“ segir Marteinn svo en sígarettan hafði þau áhrif á hann að gamlar minningar komu aftur. Hann hætti við það sem hann ætlaði að gera og skildi flöskuna eftir óopnaða. Í kjölfarið leitaði hann sér hjálpar. Í samtali við geðlækni sagði Marteinn að sígarettan hafi bjargað honum.

„Læknirinn sagði að við mættum nú ekki tala um þetta, en nikótín er náttúrulega örvandi efni. Það hefur kikkað inn og kannski bjargað lífi mínu. Þetta er alveg stórmerkilegt.“

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.

Nánari upplýsingar hér: https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717

Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óskarsverðlaunaleikkona syrgir sinn fyrrverandi sem drukknaði í skelfilegu slysi

Óskarsverðlaunaleikkona syrgir sinn fyrrverandi sem drukknaði í skelfilegu slysi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helgi Ómars og Pétur flytja sig um set

Helgi Ómars og Pétur flytja sig um set
Fókus
Fyrir 4 dögum

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar