fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fókus

Skemmtigarðurinn Grafarvogi kynnir nýjung

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. mars 2021 14:28

Snorri Helgason í herberginu Útrásin í Skemmtigarðinum í Grafarvogi. - Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtigarðurinn Grafarvogi hefur opnað nýja afþreyingu sem kallast Útrásin. Þar hafa verið byggð nokkur herbergi sem eru innréttuð eins og litlar íbúðir með hillum og munum eins og styttum, tölvum, sjónvarpi, glösum og diskum svo dæmi séu nefnd. Fólk velur sjálft hvað er inni í herberginu. Sá sem mætir til að fá útrás er klæddur í galla og fær hjálm. Viðkomandi velur sér barefli við hæfi og fær svo að fara inn í herbergi til að sturlast með bareflið og brjóta allt sem er inni í herberginu. Útrásin er því sannarlega staður til að sturlast.

Í tilkynningu frá Skemmtigarðinum í Grafarvogi segir:

„Við þurfum að finna eitthvað sniðugt í skammdeginu og inn í það ástand sem Covid hefur skapað okkur. Ég hafði verið með í hausnum í nokkur ár að setja upp útrárasarherbergi og ákváðum við bara að kýla á það núna. Við þurftum að plana þetta jafn óðum og við vorum í framkvæmdunum. Hvar fáum við dótið sem á að skemma? Fyrir hvern er þjónustan? Hvar fáum við bareflin? Þetta prjónaðist svo allt saman jafn óðum. t.d. Þurftum við að þræða búðir til að leita að bareflum sem eru núna mjög fjölbreytt. Nú tveimur mánuðum síðar er þetta klárt og þeir sem hafa prófað fá gríðarlega útrás og skemmta sér vel. Þetta er samt það steiktasta sem við höfum gert,“ segir Snorri Helgason hjá Skemmtigarðinum, um þessa nýju þjónustu.

Upprunalega sálfræðimeðferð

Útrásin er upprunin frá Japan þar sem fólk í viðskiptalífinu var undir gríðalegu álagi og þurfti að byrgja öll sín vonbryggði og reiði inn í sér. Það þótti ekki gott og fundin var leið fyrir fólkið til að hleypa reiðinni út í lok vinnudags. Sérstök herbergi voru útbúin og fólk fékk að ganga af göflunum með barefli og brjóta allt og bramla. Það þótti virka svo vel ásamt því að fólkið skemmti sér vel við að fá útrásina. Hugmyndin ferðaðist svo um heiminn og nú er þessi hugmynd mjög stór í Bandaríkjunum þar sem fólk skemmtir sér og fær útrás í leiðinni.

„Við töluðum við tvo sálfræðinga um það hvort þessi þjónusta gæti nýst í einhverjar meðferðir og þeim fannst það að þetta myndi vera eitthvað sem gæti virkað, sérstaklega þar sem allt er tekið upp á HD tökuvél svo hægt væri að skoða myndbandið með skjólstæðingunum. En við erum samt aðallega að hugsa þetta hjá okkur sem afþreyingu,“ segir Snorri um sálfræðimeðferðir.

„Þetta er skemmtun, fólk mætir, fer í galla, velur sér vopn, velur sér hvernig hluti það vill hafa inni og verður svo bara brjálað og brýtur allt og bramlar. Það virðist vera að konur séu áhugasamari um þetta þar sem þær eru í meirihluta þeirra sem hafa nú þegar komið til að prófa. Þetta er 10 ára gamalt konsept sem hefur þróast vel alþjóðlega og aukið vinsældir sínar stöðugt. Allir þurfa útrás og þetta er frábær leið til að fá hana,“ segir segir Snorri ennfremur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óskarsverðlaunaleikkona syrgir sinn fyrrverandi sem drukknaði í skelfilegu slysi

Óskarsverðlaunaleikkona syrgir sinn fyrrverandi sem drukknaði í skelfilegu slysi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helgi Ómars og Pétur flytja sig um set

Helgi Ómars og Pétur flytja sig um set
Fókus
Fyrir 4 dögum

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar