fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Nýja kynlífstískan sem ætti að vera ólögleg – „Ljósin voru slökkt, en ég vissi strax að það var enginn smokkur“

Fókus
Laugardaginn 27. febrúar 2021 21:30

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný „tíska“ í kynlífi virðist vera að sækja í sig veðrið ef marka má umfjöllun Nadíu Bokody í áströlsku pressunni um þessar mundir. Athæfið sem um ræðir gengur þar ytra undir nafninu „stealthing,“ og lýsir það því þegar karlmaður fjarlægir smokkinn í miðjum samförum án þess að konan hvorki viti af því né veiti því samþykki.

Nadía segir að þessi nýja tíska hafi fæðst í „myrkum hornum Internetsins,“ og að ein af hverjum þremur konum hafi nú lent í því.

„Ljósin voru slökkt, en ég vissi strax að það var enginn smokkur,“ sagði kona að nafni Mel sem ræddi við Nadíu um upplifun sína. Vandinn er þó ekki bundinn við konur, því samkvæmt sömu rannsókn hefur einn af hverjum fimm karlmönnum lent í því sama.

Nadía segir að þó athæfið hafi unnið sér inn sess í daglegu tali, sé það engu að síður kynferðislegt ofbeldi. „Það veldur ekki bara aukinni hættu á kynsjúkdómasmiti eða þungun, heldur er þetta misnotkun á samþykki á kynlífi.“

Á meðan sumir halda því fram að athæfið sé stundað vegna þess að óvarin kynmök séu betri en varin, segja aðrir að málið snúist um stjórnun. „Ég hefði aldrei samþykkt óvarið kynlíf. Hann tók stjórnina af mér. Honum var alveg sama um mína framtíð, heilsu mína og bar enga virðingu fyrir mér,“ sagði Sarah sem ræddi einnig við Nadíu eftir að hafa lent í því að maður sem hún kynntist á Tinder laumaðist til þess að fjarlægja smokkinn í miðjum samförum.

Enn önnur kona, Christine, sagðist hafa kennt sjálfri sér um að hafa „leyft þessu að gerast“ í marga mánuði eftir að maður sem hún hélt að væri með smokk reyndist smokklaus.

Athæfið er í sjálfu sér refsilaust og þykir því hanga á vissu gráu svæði lagalega. Það er ólöglegt að meðvitað dreifa smitsjúkdómi, en ef kynlífið sjálft er með samþykki beggja er engin lagaleg fyrirstaða fyrir því að fjarlægja smokkinn og halda áfram án þess að fyrir því einu liggi samþykki. Önnur ríki hafa þó greint vandann og eru nú að takast á við hann. Þannig liggur nú fyrir frumvarp í ríkjaþingi Kaliforníu sem myndi skýra hugtakið „samþykki“ þrengra og gefa fólki færi á að skilyrða samþykki við, til dæmis, notkun smokks. Þannig yrði það glæpur að fjarlægja smokkinn í miðjum samförum.

Umfjöllun Nadíu má nálgast í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“