fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Fókus

Hvað get ég gert til að hætta að elska hana ?

Fókus
Sunnudaginn 27. september 2020 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Kristín Tómasdóttir hjónabandsráðgjafi svarar spurningum lesenda um málefni er varða fjölskylduna, börnin og ástina í Fjölskylduhorni DV. Að þessu sinni svarar Kristín spurningu lesanda sem er að upplifa ástarsorg.

_____________

Hjálp!

Það slitnaði upp úr sambandi mínu og fyrrverandi fyrir þó nokkru síðan. En ég virðist ekki geta sleppt takinu. Ég hugsa um hana stanslaust og get ekki fengið mér í glas án þess að senda henni skilaboð og biðja hana um að taka við mér aftur.

Nú er svo komið að hún er farin að blokkera mig og hefur beðið vinkonur sínar að biðja mig um að láta hana í friði. Ég skil ekki hvers vegna hún hætti með mér. Mér finnst eins og ég þurfi að fá closure en hún neitar að gefa mér það. Ég frétti af því nýlega að hún er farin að hitta annan strák og mér fannst eins og hjartað hefði verið rifið úr brjóstinu á mér og krossfest.

Ég bara skil ekki hvers vegna hún getur ekki séð að það sem við höfðum var einstakt og þess virði að halda í. Ég vil samt ekki vera krípí gaurinn sem situr fyrir fyrrverandi svo ég er að reyna að sleppa takinu. Við erum samt í sama vinahóp og erum oft á sömu stöðunum svo sárið er bara rifið upp nánast daglega. Hvað get ég gert til að hætta að elska hana ?

_________________

Þetta er svo vont

Ohh, þetta er svo vont! En ef það huggar þig eitthvað þá heyra svona aðstæður undir frasann: „Vont en það venst.“ Aftur á móti finnst mér leiðinlegt að svekkja þig með því að ef það er stöðugt verið að rífa upp sárið mun vaninn taka lengri tíma. Það sem stendur oft í vegi fyrir bata á þessu stigi máls er að það hellist ákveðinn masókismi yfir fólk sem lýsir sér þannig að ef ekkert annað er í boði, þá er betra að rekast „óvart“ á viðkomandi. Elsku kallinn minn, þú þarft að taka stjórnina og hætta að kroppa í sárið.

Höfnunartilfinningin

Nú ætla ég ekki að fullyrða neitt um þitt mál en það er algengt að fólk í ástarsorg haldi að það sé í ástarsorg vegna þess að það var yfir sig ástfangið í sambandinu. Eðli málsins samkvæmt. Ég leyfi mér þó að nefna það að stundum blekkir höfnunin og telur fólki trú um að það hafi verið að kafna úr ást. Særindin eru svo mikil og höfnunartilfinningin svo sterk að það er fátt sem meikar sens annað en gríðarlegur ástmissir.

En þá gæti verið hollt að velta eftirtöldu fyrir sér: Getur verið að sambandið ykkar hafi verið orðið hundleiðinlegt? Getur verið að þið hafið bæði verið ósátt en hún hafi tekið af skarið og hætt með þér? Getur verið að á tímum hafir þú sjálfur velt sambandsslitum alvarlega fyrir þér? Ef svo er, þá er um að gera að hugsa þá hugsun til enda.

Ég reyni oft í slíkri vinnu að hjálpa fólki að hafna fyrrverandi maka í huganum. Tína til hvað þú hefðir viljað sjá öðruvísi á sínum tíma og hvaða tækifæri þú hefur í dag til þess að líða vel í nýjum aðstæðum.

Hugarfarið

Það eru ekki aðstæður okkar sem láta okkur líða illa. Við erum gjörn á að skýra líðan okkar með einhverju sem „kom fyrir“ eða við „lentum í“. Sem dæmi getum við nefnt að þér líður illa vegna þess að hún hætti með þér. Aftur á móti er þarna ein stoppistöð sem við getum ekki litið fram hjá og nefnist hugsanir!

Líðan okkar stjórnast af því hvernig við hugsum aðstæður okkar. Líðan þín fer alfarið eftir því hvernig þú hugsar um sambandsslitin. Ástarsorg er mjög skýr birtingarmynd af neikvæðri sjálfsmynd en þú hefur val um að beina henni í jákvæðari átt. Við höfum alltaf val.

Þú getur hugsað „hún er frábær og ég er ömurlegur“, eða „ég mun aldrei eignast jafn frábæra kærustu“, en þá mun þér líða illa. Ef þú reynir að snúa upp á þetta og kreista fram hugsanir um þína kosti og hugmyndir þínar um betra samband, vittu til, með tímanum færast þessar hugsanir inn í ósjálfráða hugsanakerfið þitt og þér mun fara að líða betur.

Hvað gerir þér gott?

Þá gæti verið gott að setja fókusinn á það sem gleður þig í lífinu, það sem veitir ánægju og hamingju. Ef svarið er ekkert nema hún, þá er um að gera að reyna að finna út úr því. Hvað finnst þér gaman að gera? Viltu ekki gera meira af því? Með hvaða fólki líður þér vel? Geturðu umgengist það oftar? Hvers konar hreyfing gerir þér gott? Geturðu stundað hana oftar? Þetta hljómar eflaust auðveldara en raun framkvæmdarinnar, en það er sannleikskorn í því að ef við gerum mikið skemmtilegt og lítið leiðinlegt þá verður lífið ögn betra.

Það mun stytta upp og þá getur þú vonandi litið í baksýnisspegilinn og séð að þessi reynsla styrkti þig og gaf þér ný tækifæri sem þú hefðir ekki viljað fara á mis við. Leyfðu þér að hlakka til þess!

_______________

Við hvetjum lesendur til að senda spurningar og vangaveltur sínar til Kristínar í tölvupósti á: hjonabandssaela@gmail.com. Spurningunum verður svo svarað hér í Fjölskylduhorninu, að sjálfsögðu nafnlaust og í fullum trúnaði.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimsfaraldurinn hefur áhrif á kynlíf – Minna um munngælur og strokur

Heimsfaraldurinn hefur áhrif á kynlíf – Minna um munngælur og strokur
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“