fbpx
Fimmtudagur 22.október 2020
Fókus

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 23. september 2020 12:28

Bubbi Morthens. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bubbi Morthens er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í Podcasti Sölva. Í viðtalinu ræða Sölvi og Bubbi meðal annars um tímabilið þegar hann var algjörlega stjórnlaus í djammi og fleiri hlutum, sem endaði með því að hann var settur í fangelsi.

„6. júní 1981, þá var ég tekinn í fangelsi. Þá sá ég mann sem var að girða niður um stelpu á balli hjá Utangarðsmönnum. Hann var inni í þvögunni úti í horni og auðvitað átti ég ekki að gera það sem ég gerði. Ég gargaði á strákana: „Takiði Sóló“ og svo bara óð ég í gegnum salinn og fór í manninn og meiddi hann það verulega að ég var settur í fangelsi. Ég hringdi sjálfur í lögguna, en ég var tekinn samt, af því að hann fór beina leið upp á spítala. En hann kærði ekki, líklega af því að hann var ofbeldismaður, svona skaðræði eins og ég. Þarna fattaði ég að þessi hárfína lína sem enginn virðist sjá, er gatan sem lífið og dauðinn ganga á, þarna rann upp fyrir mér að svona vildi ég ekki vera og þarna hætti ég slagsmálum.”

Fékk loksins heyrnartæki

Bubbi ræðir einnig um tímabilið þegar hann fékk loksins heyrnartæki eftir áratugi af skertri heyrn.

„Ég er búinn að vera heyrnaskertur frá barnæsku og ég var alltaf í afneitun. Mér fannst ekki töff að vera með heyrnartæki. En svo kynnist ég Hrafnhildi og hún vildi að ég fengi mér heyrnartæki þegar við byrjuðum að búa saman í Kjósinni. Svo þegar ég labbaði út með heyrnartækin, þá fékk ég tár í augun. Þetta var rosaleg bylting, ég greindi muninn á Maríuerluþresti og mávunum og fílnum í fjallinu og hunangsflugurnar og raddir barna minna. Þetta var stórkostleg breyting. Það minnkaði allt í einu allur hávaði á heimilinu af því að ég var alltaf með allt í botni. En heyrnarskaði minn er þannig að ég mun enda heyrnarlaus, en ferlið er hægt og ég tek því af æðruleysi. Ég er með hælinn í sverðinum að renna mjög hægt niður,“ segir Bubbi.

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan:

Þú getur einnig hlustað á þáttinn á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arion bendir á góð ráð þegar verslað er á netinu

Arion bendir á góð ráð þegar verslað er á netinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Flugurnar hennar Ingu Lindar – Skáskorinn Skuggi og Sunray Shadow er leynivopnin

Flugurnar hennar Ingu Lindar – Skáskorinn Skuggi og Sunray Shadow er leynivopnin