fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
Fókus

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. september 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glamúrfyrirsætan Leia Parker er 25 ára og telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands. Hún hefur eytt rúmlega 1,7 milljón krónum í fimm brjóstastækkanir í gegnum árin. Hún fór í fyrstu aðgerðina nítján ára gömul.

Leia er í brjóstastærðinni 32NN og gengur því ekki í hvaða búð sem er til að kaupa brjóstahaldara.

Barmurinn hefur sína kosti og galla að sögn Leiu. Helsti gallinn er sá að hún getur ekki ekið bíl.

„Ég get ekki keyrt þar sem það er of sársaukafullt fyrir handleggina mína að teygja sig í stýrið,“ segir hún í samtali við Metro. Leia fer reglulega í ræktina en getur ekki hlaupið þar sem hún fær illt í bakið.

Leia segir að barmurinn hafi opnar fyrir henni nýjar dyr sem fyrirsæta. Hún byrjaði að starfa sem glamúrfyrirsæta stuttu eftir fyrstu aðgerðina og segir að það sé nóg að gera.

Leia er stolt af því að vera með „stærstu brjóst Bretlands.“ Hún fór í fyrstu þrjár aðgerðirnar í heimalandinu en fór erlendis í seinni tvær þar sem læknar í Bretlandi neituðu að stækka þau meira af heilsufarsástæðum.

Fyrir aðgerð.

„Ég skil að ég valdi það sjálf að líta svona út, og ég græði á útliti mínu, þannig ég reyni að verða ekki sár en stundum segir fólk svo hrikalega ljóta hluti,“ segir hún og bætir við að henni finnst verra þegar kynsystur hennar gera lítið úr henni.

„Einu sinni var ég á bar og ókunnug kona kom upp að mér og sagði mér að ég væri til skammar og að ég væri ástæðan fyrir því að karlmenn ráðist á konur. Augljóslega er það ekki satt. Konur eiga að hafa frjálst val varðandi útlit sitt og klæðaburð. Ég hef líka fengið að heyra að mamma mín ætti að skammast sín fyrir mig […] Ég er ekki að særa neinn þannig ég skil ekki af hverju fólk þarf að vera svona andstyggilegt.“

Leia ætlar ekki að stækka brjóstin neitt frekar, heldur ætlar hún að minnka þau í framtíðinni.

„Ég veit að ég verð ekki fyrirsæta að eilífu. Ég held að ég muni minnka brjóstin þegar ég hætti. Ég vil eignast börn einn daginn og ég vil ekki draga að mér óþarfa athygli á leikvellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“
Fókus
Í gær

„Þau eru bæði forvitin, en annað þeirra er úthverft og hitt innhverft“

„Þau eru bæði forvitin, en annað þeirra er úthverft og hitt innhverft“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Það er kannski á mörkunum að þetta sé birtingarhæft“

Vikan á Twitter – „Það er kannski á mörkunum að þetta sé birtingarhæft“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tímavélin – Íslensku bræðurnir sem trylltu Norðmenn

Tímavélin – Íslensku bræðurnir sem trylltu Norðmenn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndirnar: Ingó Veðurguð selur húsið á Álftanesi

Sjáðu myndirnar: Ingó Veðurguð selur húsið á Álftanesi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar auglýsingar frá Ölgerðinni vekja athygli – „Áslaug athugaðu. Það þarf ekki alltaf að vera vín.“

Nýjar auglýsingar frá Ölgerðinni vekja athygli – „Áslaug athugaðu. Það þarf ekki alltaf að vera vín.“