fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Fókus

Myndband Ásu Steinars vekur athygli milljóna um allan heim

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. ágúst 2020 20:30

mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Ása Steinars birti á dögunum myndband á TikTok um hvernig Hinsegin dögum er fagnað á Íslandi í ár. Þá sérstaklega vakti hún athygli á því að kirkjur landsins hefðu flaggað regnboga fánum og að Biskupinn hafi beðið hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin.

Ása sagði við DV að myndböndin væru að vekja svakalega athygli. Myndbandið sé þegar þetta er skrifað búið að fá 2.4 milljónir áhorf, 700 þúsund „like“ og 15 þúsund athugasemdir.

@asa.steinarsHappy pride from Iceland 🏳️‍🌈 ##pride #lgtb ##lgtbq ##gaypride♬ Kings & Queens – Ava Max

Ása segir að viðbrögðin séu ólík milli landa, sumum finnst þetta ekki kristilegt á meðan aðrir vilja flytja til Íslands eftir þessar fréttir og dásama landið fyrir þetta.

Athygli vekur að athugasemdirnar á Instagram eru talsvert neikvæðari en á TikTok og segir Ása að þarna gæti mögulega verið um kynslóðamun að ræða og að hann spili hlutverk. „GenZ kynslóðin er á TikTok og eldri kynslóðirnar Millennials og Boomers séu á Instagram.“ Vísar Ása þá til þess að viðhorf gagnvart hinsegin fólki og réttindabaráttu þess sé talsvert jákvæðara meðal yngri kynslóðarinnar.

 

View this post on Instagram

 

Happy pride from Iceland 🏳️‍🌈💛 How does your country celebrate Pride? #Iceland #pride #lgtb #gaypride

A post shared by Asa Steinars X Iceland (@asasteinars) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Andri Snær – Sjálfsvíg líka tengd mínum vinahópi sem er venjulegasti vinahópur í heimi

Andri Snær – Sjálfsvíg líka tengd mínum vinahópi sem er venjulegasti vinahópur í heimi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjörnufans á opnunarsýningu RIFF – Elíza Reid var stórglæsileg í silkikjól

Stjörnufans á opnunarsýningu RIFF – Elíza Reid var stórglæsileg í silkikjól
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“