fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fókus

Hjálmar Örn féll fyrir Ólafsvík

Unnur Regína
Þriðjudaginn 30. júní 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson fór með konu sinni, Ljósbrá Logadóttur, í ferð til Ólafsvíkur. Leigði parið húsbíl og vakti það mikla lukku hjá börnum þeirra þrigga og eins árs.

Hjálmar hafði lengi verið spenntur fyrir að ferðast um í húsbíl og að verða svokallaður „húsbíla kall“. Aðspurður hvernig ferðalagið hefði verið sagðist Hjálmar vera hæstánægður með allt.

„Ég algjörlega elskaði þetta. Það var mikil spenna fyrir ferðina og kátína allan tímann. Það hefur heldur engin bílferð verið jafn auðveld og þessi með tvö ung börn. Við fórum á Ólafsvík, sem er algjörlega geggjaður bær. Ég hafði aldrei komið þangað áður og varð ástfangin af þessum bæ. Þar er virkilega fallegt og við fórum á frábæran veitingastað sem heitir Sker. Borðuðum góðan mat og skemmtum okkur konunglega. Ólafsvík er afskaplega snyrtilegur bær og gott að vera þar. Það er engin spurning að Ólafsvík heillaði mig upp úr skónum. Ég get alveg séð mig aftur fara í húsbíla ferðalag og þá jafnvel lengra eða erlendis. Þetta var ótrúlega þægilegur ferðamáti og í bílnum var allt til alls. Maður þarf að sjálfsögðu að venjast ákveðnum hlutum. Bíllinn tekur vind á sig og maður þarf að fara varlega. Að venjast því að leggja í stæði og bakka á 7 metra löngum bíl er líka eitthvað sem maður lærir fljótt. Ég allavega get ekki séð neina neikvæða vankanta á þessu“. Segir Hjálmar hæst ánægður með fríið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið