fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Svona bregst Logi Bergmann við þegar fólk drullar yfir hann í kommentakerfinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 14. júní 2020 11:30

Logi Bergmann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann segist hafa þann sið að líka við færslur fólks í kommentakerfum þegar það drullar yfir hann.

Í viðtali við Sölva Tryggvason segist Logi hafa gaman að þessu og gera það til að sýna fólki hvað hann taki færslur af þessu tagi alvarlega. Logi segir það lensku að fólk taki hneykslun of alvarlega og það hafi áhrif á samfélagsumræðuna.

Sölvi og Logi ræða um gervigreind á netinu og svo kallaða tölvuyrkja (e. bot).

„Í okkar litla samfélagi er erfiðara að vera „botti“ [en í Bandaríkjunum] en það segir manni líka að þú ert að reyna að hafa áhrif á samfélagsumræðu með því sem þú segir á samfélagsmiðlum. Og stundum finnst mér að við eigum ekki að hleypa henni svona langt. Gott að fá öll viðhorf en við megum ekki festast í því sem einhver segir í kommentakerfinu. Þegar fólk drullar yfir mig í kommentakerfinu þá „læka“ ég það. Mér finnst það mjög gaman. Það sýnir fólki að ég sá þetta og tek þetta „svona“ alvarlega. Ég hef engar áhyggjur af þessu og ætla ekki að fara taugum yfir þessu,“ segir hann.

Í viðtalinu ræða Logi og Sölvi áhugaverðustu viðmælendurna, grínið, stemmninguna í Covid tímabilinu, fjölmiðlana og margt margt fleira.

Viðtal Sölva við Loga má sjá hér.

https://www.youtube.com/watch?v=6XzR5MHinFE&t=6s

Þú getur hlustað á fleiri þætti á YouTube og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð