fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
Fókus

Björn Ingi fagnar 365 dögum án áfengis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, hefur verið án áfengis í nákvæmlega eitt ár í dag. Hann fjallar um tímamótin í afar persónulegri færslu á Facebook-síðu sinni.

Björn Ingi segir að þetta eina ár hafi verið undraskjótt að líða. Engin lausn sé til langframa að deyfa sársaukann og gleyma amstri hversdagsins með því að vera undir áhrifum. Þannig sé vandamálunum skotið á frest og allt endi með ósköpum.

Björn Ingi skrifar:

„Undir hádegi þennan dag fyrir ári hringdi ég í Þórarinn Tyrfingsson, fv. yfirlækni á Vogi, og bar upp erindi mitt. Sagðist þurfa hjálp. Hann tók mér vel og kvaðst ekki óvanur slíkum símtölum. Ég hafði nokkrum sinnum áður rætt við Þórarinn þegar hjálpa þurfti nánum vini eða ættingja í vanda, en nú tilkynnti ég honum heldur rislítill að vandamálið væri ég sjálfur.

Það voru orð að sönnu.

Stuttu síðar sat ég fyrir framan Þórarinn á Vogi og svaraði samviskusamlega spurningum hans. Þetta var erfitt en hughreistandi samtal. Niðurstaðan bráðabirgðamats hans var að ég þyrfti ekki á afeitrun að halda á Vogi, heldur ætti ég fyrst að kanna hvort fundir og hópameðferð í félagsheimilinu Vin í Efstaleiti gæti hjálpað mér. Þangað fór ég daglega í fjórar vikur, tvær klukkustundir í senn og sótti fyrirlestra og hópastarf. Þetta var frábær og lærdómsríkur tími, sem ég er ákaflega þakklátur fyrir. Starfsfólk SÁÁ sýndi mikla fagmennsku og þarna kynntist ég góðu fólki á öllum aldri í sömu erindagjörðum. Margir annað hvort nýkomnir úr meðferð á Vogi eða Vík, eða á leið í hana, en einhverjir á sömu leið og ég.“

Björn Ingi undirstrikar mikilvægi þess að taka einn dag í einu en pistil hans má í heild lesa hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið