fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Lífsháski: Stórkostleg reynsla að frjósa næstum í hel

Fókus
Sunnudaginn 17. maí 2020 21:00

Flakið sem Helen og Ralph biðu í, í 49 daga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugsvikahrappurinn Ralph var ekki allur þar sem hann var séður. Helen Klaben lét þó blekkjast af gylliboði um ódýra flugferð, sem endaði með ósköpum.

Helen Klaben var 21 árs gömul þegar hún ákvað að ferðast um Ameríku. Hún hafði svo sem ekki séð eða gert margt og gat ekki talist mikil ævintýramanneskja. Hún hélt nú samt af stað í þetta ferðalag og tók að sér íhlaupastörf hér og þar.

Í febrúar árið 1963 var Helen stödd í Fairbanks, Alaska. Stefnan var tekin á Mexíkó, með vinum sem hún hafði kynnst á ferðalaginu. Ætlunin var að fljúga frá Fairbanks til San

Francisco og koma sér þaðan til Mexíkó. Flugmiðinn kostaði sitt og Helen hafði heyrt útvarpsauglýsingu frá flugmanni sem hafði rellu til umráða og var að leita að einhverjum sem vildi deila kostnaði af flugi frá Fairbanks til San Francisco.

Helen gat ekki staðist þetta, þar sem hún myndi þurfa að greiða helmingi minna fyrir þetta en flugmiða hjá flugfélagi. Þannig kynnist hún Ralph Flores, 42 ára rafvirkja sem var á milli starfa í Fairbanks.

Hann hafði ákveðið að fljúga aftur til fjölskyldu sinnar í San Francisco. Vélin hans var rella frá árinu 1941 og þó að Ralph hefði einhverja reynslu var hún fjarri því sem flugmaður ætti að hafa. Hans áætlun var að fylgja þjóðveginum suður.

Helen var vöruð við að ætla fljúga yfir þetta svæði um hávetur en Ralph virkaði traustvekjandi og róaði hana.

Bensínlaus og hrædd

Saman flugu þau frá Fairbanks til Whitehorse og gekk sá leggur ferðarinnar vel. Vegna erfiðra veðurskilyrða urðu Ralph og Helen að vera í Whitehorse næstu tvo dagana.

Þann 4. febrúar sýndu veðurspár að veðrið væri að skána svo Ralph og Helen héldu af stað snemma morguns í miklu frosti. Helen treysti Ralph en var samt stressuð og minnti sjálfa sig oft á að hann væri flugmaðurinn og vissi hvað hann væri að gera. Þau flugu í gegnum þykka skýjabakka og Helen varð áhyggjufyllri eftir því sem ókyrrðin jókst.

Næstu tvo tímana flugu þau inn og út úr slæmu veðri. Ralph vissi ekki hvar hann var og sá ekki þjóðveginn og reyndi hann að lækka flugið og finna op í skýjunum. Helen var með kortið og reyndi að finna út hvar þau væru. Klukkan þrjú um nótt, týnd í skýjunum, hringdi viðvörunarbjalla. Vélin var bensínslaus. Hún byrjaði að svífa rólega til jarðar og þegar þau komu niður úr skýjunum sá Helen fjallshlíð sem þau nálguðust óðfluga.

Helen sagði við sjálfa sig að þetta væri búið, nú myndi hún deyja. Það síðasta sem hún mundi eftir að hafa hugsað var „Hvað ætti ég að gera við fæturna á mér?“ Hvernig undirbýr maður sig fyrir að hrapa?“

Helen rankaði fyrst við sér, um hálftíma eftir að flugvélin hafði hrapað í fjallshlíðinni. Þau höfðu hrapað í óbyggðum Yukon. Vinstri handleggur Helen var brotinn og hægri fótur hennar fastur á milli sætis hennar og veggs flugvélarinnar.Ralph var líka lifandi en hann var meðvitundarlaus. Andlitið á honum var alblóðugt, kjálki hans og rifbein brotin. En þau voru bæði á lífi.

Helen Klaben

Enginn matur

Ralph komst fljótt til meðvitundar og hjálpaði Helen að losa sig úr vélinni. Þau kveiktu eld og sváfu í flugvélinni. Það var nístandi frost og Helen og Ralph voru ekki með mikið af hlýjum fötum meðferðis. Þau útbjuggu skýli inni í braki vélarinnar og áttuðu sig fljótt á að þau væru þarna ein og gætu ekkert gert nema bíða björgunar.

Þau höfðu litlar sem engar vistir í vélinni og kláruðu þær á fyrstu 10 dögunum. Þau bræddu snjó og drukku og borðuðu próteinpillur sem Ralph hafði meðferðis. Það gerði ekki mikið annað en að valda þeim magaverk.

Ralph stappaði stórt SOS í snjóinn og gerði allt sem í hans valdi stóð til að halda þeim á lífi. Helen Klaben og Ralph Flores voru týnd í 49 daga og lifðu af í umhverfi sem gaf ekkert af sér.

Níu dögum eftir að leit að þeim var hætt, var Chuck Hamilton að fljúga yfir Yukon að með vistir í veiðikofa. Hann var að horfa á útsýnið og náttúruna þegar hann sá stórt SOS í snjónum. Fljótlega sá hann brakið og Helen Klaben og Ralph Flores fundust loks.

Lestu hraðar

Tólf árum eftir lífsreynsluna var hringt í Helen og hún spurð út í slysið í tilefni þess að verið var að kvikmynda söguna. Hún lýsti reynslunni sem stórkostlegri þrátt fyrir að hún hefði verið skelfilega erfið. „Það er er stórkostlegt að lifa slíkt af. Það er í raun frábært að hafa lifað þetta. Ekki margt fólk er svo heppið að geta sagt að það sé með slíka lífreynslu á bakinu til að deila með heiminum.“

Helen lifði í raun á eigin líkamsfitu því nánast enginn matur var um borð. Tannkrem og tyggjó höfðu þau um tíma en líkamsfita hennar hélt henni á lífi. Helen missti 20 kíló á 40 dögum en hún var bara 64 kíló fyrir svo ekki var af miklu að taka.

Áhugavert er að Ralph var mjög strangtrúaður mormóni og sagði við Helen að ef hún myndi lesa Biblíuna og fela sig í hendur Jesú yrði þeim bjargað, hún las hana alla og þeim var bjargað þremur dögum síðar.

Hann suðaði í henni að lesa hraðar. Þau urðu nánir vinir eftir þetta, en hann dó 1997 og hún 2018.

Saga þeirra er löng og ströng og þið getið heyrt meira um hana  með því að smella hér – og hlusta á hlaðvarpið HÁSKI, þar sem Unnur Regína Gunnarsdóttir fer yfir málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta